Dvalargestir Heilsustofnunar safna fyrir Haítí

3. feb. 2010

Hjálparstarf Rauða krossins á Haítí naut velvildar dvalargesta á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði þegar haldið var veglegt bingó. Það voru þær Ásdís Árnadóttir og Eyja Þóra Einarsdóttir ásamt fleirum sem stóðu fyrir bingóinu. Þátttakan var mjög góð og söfnuðust 87.704 krónur.

Mikið er um að vera í daglegu starfi á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og fær einstaklingsframtakið að njóta sín í samfélagi þar sem kjörorðin eru „Berum ábyrgð á eigin heilsu".