Félag bókagerðarmanna styrkir hjálparstarfið á Haíti

2. feb. 2010

Félag bókagerðarmanna ákvað á fundi stjórnar í síðustu viku að styrkja söfnun Rauða kross Íslands um kr. 250.000 vegna aðstoðar við íbúa Haíti, sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálfta sem reið yfir landið þann 12. janúar s.l. og fjölda eftirskjálfta í kjölfarið.

UNI Global Union, alþjóðlegt samband verkalýðsfélaga, beindi þeim tilmælum til aðildarfélaga sinna að þau styrktu hjálparsamtök hvert í sínu landi og í framhaldi af því afhentu Þorkell Svarfdal Hilmarsson gjaldkeri og Georg Páll Skúlason formaður Félags bókagerðarmanna Kristjáni Sturlusyni framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands styrkinn.