• Mynd2

Allt til reiðu í Chautara í Nepal

6. maí 2015

Tjaldsjúkrahús norska Rauða krossins í Chautara í Norðurhluta Nepal er nú tilbúið og heilbrigðisstarfsfólk hefur síðustu daga hlúð að slösuðu fólki. Það kann ef til vill að hljóma ótrúlega en tjaldsjúkrahús sem þetta er útbúið öllum fullkomnustu tólum og tækjum, rétt eins og um hefðbundið sjúkrahús væri að ræða.

Til að tjaldsjúkrahúsið geti starfað af fullri getu þarf þó fyrst og fremst raforku til að allt geti virkað samkvæmt áætlun og meðferð sjúklinga verði sem best.

Okkar maður, Ríkharður Már Pétursson, er maðurinn sem sér til þess að allt sé í toppstandi svo heilbrigðisstarfsfólk geti hlúð að slösuðum.

Ríkharður er rafiðnfræðingur og starfskraftar hans koma svo sannarlega að góðum notum í neyðarástandinu í Nepal.