• 11212188_657375771059991_2621701201716767520_o

Nemendur Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar styrkja Nepal

29. maí 2015

Nemendur Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar gáfu út geisladisk í maímánuði 2015 með þeim verkefnum sem þeir fluttu á vortónleikum sínum og seldu á 1000 krónur. Nemendurnir ákváðu að eigin frumkvæði að allur ágóði af sölu geisladiskana myndi fara þar sem þörfin væri mest og völdu þau að gefa peningana til Nepal þar sem nýlega hafa orðið gífurlegar náttúrumhamfarir sökum jarðskjálfta. Rauði krossinn við Eyjafjörð tók á móti þremur glæsilegum fulltrúum nemenda við tónlistarskólann þann 28. maí þar sem þau færðu Rauða krossinum fyrir hönd hjálparstarfs í Nepal hvorki meira né minna en 61.000 krónur.

Það vermir sannarlega hjartað að vita af slíkri góðvild ungmenna og þakkar Rauði krossinn við Eyjafjörð kærlega fyrir hlýhug og fallega gjöf nemenda Tónlistarskólans á Svalbarðsströnd.

Á myndinni má sjá formann Eyjafjarðardeildar Sigurð Ólafsson taka á móti gjöfinni frá fulltrúum nemenda t.v Þórhalli Forna Halldórssyni, Matthíasi Benjamínssyni og Öldu Rut Sigurðardóttur