Viltu vinna við hjálparstörf erlendis?

6. jan. 2012

Rauði kross Íslands auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið sem haldið verður vikuna 18. – 23. mars 2012. Þátttaka á sendifulltrúanámskeiði er forsenda þess að fá starf á vegum Rauða kross Íslands á alþjóðavettvangi.

Þátttökuskilyrði eru m.a. fagmenntun og minnst þriggja til mm ára starfsreynsla í viðkomandi fagi eftir nám. Mjög góð enskukunnátta er skilyrði og færni í frönsku, arabísku, rússnesku eða spænsku er mikill kostur. Sérstaklega hvetjum við ljósmæður og kvensjúkdómalækna til að sækja um.

Umsóknir berist með tölvupósti til Gunnhildar Sveinsdóttur verkefnisstjóra hjá Rauða krossinum (gunnhildur (hja) redcross.is) fyrir 22. janúar næstkomandi.

Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar um námskeiðið og þátttökuskilyrði má finna hér

Öllum umsóknum verður svarað.