3. des. 2004 : Neyðarvarnir 2004

3. des. 2004 : Aukin geta samfélagsins til að takast á við afleiðingar hamfara er lykillinn að þróun samfélagsins

Þegar brugðist er við hamförum, svo sem flóðum, eldgosum eða þurrkum, þurfa hjálparstofnanir að taka með í reikninginn getu manna á staðnum til að hjálpa sér sjálfir. Þetta er grunntónninn í skýrslu um hamfarir í heiminum á síðasta ári.

10. nóv. 2004 : Flugslysaæfing á Suðurnesjum

Þátttakendur flugslysáæfingarinnar nutu umönnunar sjálfboðaliða Rauða krossins.

Síðasta laugardag 6. nóvember var haldin umfangsmikil flugslysaæfing á Keflavíkurflugvelli og tóku þátt tæplega 800 manns.

Æft var eftir nýuppfærðri flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll undir stjórn sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli sem er í aðgerðastjórn Keflavíkurflugvallar og eiga Rauða kross deildir á Suðurnesjum jafnframt fulltrúa í aðgerðastjórn almannavarnanefndarinnar.

14. okt. 2004 : Neyðarvarnir endurskoðaðar á höfuðborgarsvæði

Á svæðisfundi Rauða kross deildanna á höfuðborgarsvæðinu sem haldinn var í gær lýstu deildirnar yfir vilja til að koma á sameiginlegum viðbúnaði vegna neyðarvarna. Formaður Kópavogsdeildar hefur haft forgöngu um að deildirnar hefji undirbúning að samvinnu í þessum efnum og var samþykkt að stofna starfshóp til að gera tillögu um samstarf deildanna í neyðarvörnum.

Á fundinum lét Guðrún Mjöll Sigurðardóttir, Kópavogsdeild, af störfum sem formaður svæðisráðs en í stað hennar kemur Sigrún Jóhannsdóttir, formaður Álftanesdeildar. Fjölmörg samtarfsverkefni deildanna voru rædd á fundinum í gær, svo sem Fjölsmiðjan, fataflokkun, námskeið og fleira.

Á fundinum lýsti Reynir Guðsteinsson fulltrúi Rauða kross deildanna í stjórn Fjölsmiðjunnar starfi hennar undanfarið og nefndi að deildir á höfuðborgarsvæðinu hefðu á þeim þremur árum, sem Fjölsmiðjan hefur starfað, lagt fram tólf milljónir króna til starfsemi hennar. Nú væru 42 nemar í Fjölsmiðjunni.

22. sep. 2004 : Flugslysaundirbúningur í hámarki

Fulltrúar Rauða kross Íslands á undirbúningsfundi vegna flugslysaæfingarinnar.
Næstkomandi laugardag 25. september verður æft eftir nýrri flugslysaáætlun fyrir Reykjavíkurflugvöll.

Rauða kross deildir á höfuðborgarsvæðinu hafa staðið í undirbúningi undanfarnar vikur og kemur stór hópur sjálfboðaliða til með að æfa viðbrögð sín á laugardaginn.

Fjöldahjálparstjórn sem skipuð verður fulltrúum úr neyðarnefnd Reykjavíkurdeildar Rauða krossins stýrir aðgerð fjöldahjálparinnar og verður hún staðsett í húsnæði deildarinnar að Laugavegi 120.

12. maí 2004 : Viðbrögð við flugslysi æfð á Ísafjarðarflugvelli

 Tuttugu sjálfboðaliðar Rauða kross deilda Ísafjarðar, Bolungarvíkur og Súðavíkur tóku þátt í vettvangsæfingu á vegum Flugmálastjórnar sem haldin var á Ísafirði 8. maí sl. þar sem tvær flugvélar áttu að farast með um 60 manns innanborðs. Allir sem hafa verkskyldum að gegna við flugslys á Ísafirði tóku þátt í æfingunni, alls um tvö hundruð manns, undir styrkri stjórn Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur sýslumanns.

Æft var eftir nýrri flugslysaáætlun fyrir Ísafjarðarflugvöll og viðbrögð og aðgerðir samkvæmt henni. Áætlunin byggir á samræmdu starfsskipulagi fyrir alla neyðaraðila á Íslandi, s.k. SÁBF-kerfi, sem stendur fyrir Stjórnun, Áætlanir, Bjargir, Framkvæmdir. 

Æfðar voru björgunaraðgerðir, björgun á vettvangi þar sem um var að ræða mikið slasaða, minna slasaða, óslasaða og látna og samhæfing aðgerða sem og aðhlynning við aðstandendur og samskipti við fjölmiðla. Á æfingunni reyndi verulega á samhæfingu samstarfsaðila vegna flutnings á slösuðum frá Ísafirði, sem og á boðunarkerfi störf fólks á vettvangi, stjórnun, fjarskipti, rannsóknir og fleira.