22. sep. 2004 : Flugslysaundirbúningur í hámarki

Fulltrúar Rauða kross Íslands á undirbúningsfundi vegna flugslysaæfingarinnar.
Næstkomandi laugardag 25. september verður æft eftir nýrri flugslysaáætlun fyrir Reykjavíkurflugvöll.

Rauða kross deildir á höfuðborgarsvæðinu hafa staðið í undirbúningi undanfarnar vikur og kemur stór hópur sjálfboðaliða til með að æfa viðbrögð sín á laugardaginn.

Fjöldahjálparstjórn sem skipuð verður fulltrúum úr neyðarnefnd Reykjavíkurdeildar Rauða krossins stýrir aðgerð fjöldahjálparinnar og verður hún staðsett í húsnæði deildarinnar að Laugavegi 120.