10. nóv. 2004 : Flugslysaæfing á Suðurnesjum

Þátttakendur flugslysáæfingarinnar nutu umönnunar sjálfboðaliða Rauða krossins.

Síðasta laugardag 6. nóvember var haldin umfangsmikil flugslysaæfing á Keflavíkurflugvelli og tóku þátt tæplega 800 manns.

Æft var eftir nýuppfærðri flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll undir stjórn sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli sem er í aðgerðastjórn Keflavíkurflugvallar og eiga Rauða kross deildir á Suðurnesjum jafnframt fulltrúa í aðgerðastjórn almannavarnanefndarinnar.