4. apr. 2005 : Neyðarvarnadagur starfsmanna landsskrifstofu

Starfsmenn landskrifstofunnar kynna sér hlutverk Neyðarlínunnar í Björgunarmiðstöðinni.
Neyðarvarnadagur landsskrifstofu Rauða kross Íslands 2005 var haldinn 1. apríl sl. Þessi dagur er nýttur í fræðslu til starfsmanna til að fara yfir hlutverk landsskrifstofu og starfsmanna í fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi sem er hlutverk Rauða kross Íslands í almannavarnakerfinu. Í því felst m.a. að styðja Rauða kross deildir í þeirra starfi á neyðartímum sem og í undirbúningi neyðarvarna.

Á landsskrifstofu fer einnig fram úrvinnsla skráningar og upplýsingargjöf til aðstandenda á neyðartímum, aðstoð við húsnæðismál, fjársafnanir og félagslega uppbyggingu eftir áfall.