16. maí 2005 : Æfingar í skyndihjálp búa ástralska sjálfboðaliða undir það versta

Frá æfingunni í Greater Bendigo í síðasta mánuði.
Geater Bendigo er um 100 þúsund manna sveitaþorp staðsett í skóglendi í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Melbourne. Íbúar þorpsins hafa fengið sinn skerf af náttúruhamförum á borð við flóð og skógarelda og kunna að bregðast við þeim á marksvíslegan hátt. Rauða kross deildin á svæðinu hefur lagt sitt af mörkum við að undirbúa þorpsbúa fyrir hamfarir og hefur deildin m.a. haldið æfingar til að þjálfa sjálfboðaliðana fyrir slíkar hamfarir. Á æfingunum eru búnar til aðstæður sem geta skapast þegar hamfarir eiga sér stað.