4. júl. 2005 : Rauði krossinn veitir sálrænan stuðning eftir rútuslys

Birna Lind Björnsdóttir starfsmaður Kynnisferða talar við farþega rútunnar.
Rauði krossinn veitti farþegum aðhlynningu eftir að þeir lentu í rútuslysi við Minni Borg í Grímsnesi í dag. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjórans virkjaði Rauða krossinn til starfa um kl. 14:30 vegna aðhlynningar farþega rútunnar.

Slysið varð með þeim hætti að pallbíll og rútan rákust á og lést bílstjóri pallbílsins samstundis. Í rútunni voru 42 erlendir ferðamenn auk ökumanns og leiðsögumanns sem voru rétt að hefja skoðunarferð til Gullfoss og Geysis á vegum Kynnisferða.