29. jan. 2008 : Námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra

Námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra var haldið í húsnæði Suðurnesjadeildar Rauða krossins síðastliðinn laugardag. Þrátt fyrir slæmt veður og vonda færð var góð þátttaka.

 

18. jan. 2008 : Skagafjarðardeild bregst við vegna bruna á Kaffi Krók

Skagafjarðardeild Rauða krossins var kölluð út af Brunavörnum Skagafjarðar um klukkan 1:30 í nótt vegna bruna á Kaffi Krók. Tveir sjálfboðaliðar deildarinnar voru mættir í húsnæði deildarinnar, sem er við hlið Kaffi Króks, tveimur mínútum síðar. Húsið var opið fyrir slökkviliðsmönnum og öðrum sem á þurftu að halda.
 
Stanslaus umferð fólks var fram yfir klukkan 5 þegar slökkvistarfi var formlega hætt.

Neyðarskipulag deildarinnar virkaði vel. Auðveldlega gekk að útvega nauðsynjar þar sem N1 og Bakarí Sauðárkróks brugðust vel við  þegar leitað var til þeirra.

8. jan. 2008 : Þriðja útkallið á þremur dögum

Viðbragðshópur Rauða krossins veitti íbúum í fjölbýlishúsi í Jórufelli aðstoð vegna elds sem kom upp í hjólageymslu í sameign á jarðhæð

7. jan. 2008 : Rauði krossinn aðstoðar vegna húsbruna í Tunguseli

Neyðarlínan leitaði til Rauða krossins klukkan sex í morgun vegna bruna í blokk í Tunguseli. Einn maður lést og nokkrir voru fluttir á slysadeild

6. jan. 2008 : Aðstoð vegna húsbruna á Neshaga

Rauði krossinn brást við beiðni Neyðarlínunnar klukkan 1:30 í nótt um að aðstoða fjölskyldu á Neshaga eftir að íbúð þeirra skemmdist þegar eldur kom upp í nærliggjandi íbúð. Tveir sjálfboðaliðar úr viðbragðshópi höfuðborgarsvæðis fóru á vettvang. Fólkinu var komið fyrir á hóteli og veittur sárænn stuðningur. Sjálfboðaliðarnir munu hitta fjölskylduna á morgun og fylgja henni heim til sín.

2. jan. 2008 : Áætlanagerð vegna inflúensufaraldurs

Þann 10. desember síðastliðinn stóðu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og landlæknisembættið fyrir skrifborðsæfingu um viðbrögð vegna inflúensufaraldurs. Áætlanagerð hefur staðið yfir í tvö ár og er þetta umfangsmesta viðbragðsáætlun sem unnin hefur verið hér á landi. Ýmsir aðilar hafa komið að málum svo sem Rauði kross Íslands sem hefur m.a. tekið þátt í vinnuhópum um sjúkraflutninga, dreifingu nauðsynja og nú síðast í nýstofnuðum vinnuhópi um inflúensusíma.

 

Rauði krossinn tók ekki beinan þátt í æfingunni, heldur fylgdust fulltrúar hans með henni sem áhorfendur, enda var markmið æfingarinnar fyrst og fremst að æfa samskipti milli lögregluembætta og sóttvarnaumdæma. 15 aðgerðastjórnir voru að störfum um allt land, auk þess sem starfsmenn ríkislögreglustjóra og landlæknisembættisins stóðu vaktina í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð. Æfð voru drög að landsáætlun en í kjölfarið munu sóttvarnasvæðin gera ítarlegri áætlanir sem Rauða kross deildir munu væntanlega koma frekar að.