21. ágú. 2008 : Rauði krossinn veitir áfallahjálp í Hellisheiðarvirkjun

Óskað var eftir áfallahjálp hjá Rauða krossinum í gærkvöldi eftir að tveir rúmenskir starfsmenn Hellisheiðarvirkjunar létust í vinnuslysi.

11. ágú. 2008 : Rauði krossinn veitti 30 ferðamönnum áfallahjálp eftir umferðaslys

Rauði krossinn veitti  áfallahjálp 30 rútufarþegum sem lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsveginum á 10. tímanum í morgun. Flestir farþegarnir voru erlendir ferðamenn, en einnig var hópur Íslendinga um borð í rútunni.

Viðbragðshópur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu og starfsmenn veittu farþegunum sálrænan stuðning. Tekið var á móti hópnum á landskrifstofu Rauða krossins að Efstaleiti 9 þar sem farþegar fengu veitingar og viðurgjörning.

Rauði krossinn útvegaði túlka á ítölsku, portúgölsku, þýsku og ensku til að aðstoða ferðafólkið og hlúa að því. Fjórir voru fluttir á slysadeild til frekari aðhlynningar vegna minniháttar meiðsla.