30. ágú. 2009 : Aðstoð vegna bruna á Dalbraut

Sllökkvilið höfuðborgarsvæðisins óskaði eftir aðstoð Rauða krossins rétt fyrir klukkan hálffimm í nótt eftir að eldur kom upp í húsnæði að Dalbraut í Reykjavík. Tveir sjálfboðaliðar úr viðbragðhópi Rauða krossins mættu á vettvang.

Rauði krossinn veitti  íbúum aðhlynningu og sálrænan stuðning og miðlaði upplýsingum auk þess sem útveguð var gisting fyrir þrjá íbúa. Fólkinu verður boðin aðstoð ef á þarf að halda næstu daga.