21. okt. 2009 : Neyðarvarnarátak hjá Ísafjarðardeild

Sjálfboðaliðar í Rauða krossinum á Ísafirði eru um þessar mundir að fara yfir neyðarvarnir deildarinnar og notuðu tækifærið í Rauðakrossvikunni í síðustu viku til að kynna neyðarvarnir félagsins og safna liðsauka sem gerir deildina færari að bregðast við á neyðartímum.

Sjálfboðaliðar á Vestfjörðum opnuðu fjöldahjálparstöð í Grunnskólanum á Ísafirði í Rauðakrossvikunni og gáfu fólki innsýn í það starf sem deildin vinnur á neyðartímum. Sjálfboðaliðarnir hvöttu fólk til að koma í rauðum fötum og mynduðu síðan rauða kross á skólalóðinni fyrir myndatöku.

16. okt. 2009 : Norskum ferðamönnum veitt áfallahjálp

Óskað var eftir áfallahjálp hjá Rauða krossins eftir að maður úr hópi 20 norskra ferðamanna lést í fjórhjólaslysi á Haukadalsheiði í dag. Sjálfboðaliðar úr áfallahjálparteymi og viðbragðshópi höfuðborgarsvæðis tóku á móti fólkinu þegar það kom á hótel sitt í Reykjavík. Einnig setti Rauði krossinn sig í samband við norska sendiráðið og komu tveir starfsmenn þeirra á hótelið. Ferðamennirnir voru vinnufélagar og voru að missa náinn samstarfsmann.

16. okt. 2009 : Forseti Íslands kynnir sér neyðarviðbrögð Rauða krossins

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heiðrar Rauða krossinn með því að kynna sér starfsemi deilda í Rauðakrossvikunni sem helguð er neyðarviðbrögðum.