22. okt. 2010 : Samstarfssamningur um neyðarmötuneyti

Fjölmargir gæddu sér á dýrindis veitingum síðastliðinn þriðjudag sem Félagar í Klúbbi matreiðslumeistara útbjuggu í tilefni af undirskrift samstarfssamnings Rauða kross Íslands, Menntaskólans í Kópavogi og Klúbbs matreiðslumeistara um starfsemi neyðarmötuneyta til að tryggja faglega umgjörð í framkvæmd og rekstri þeirra.

Neyðarmötuneyti eru meðal annars starfrækt tímabundið í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins, þjónustumiðstöðvum almannavarna og í aðstöðu fyrir hjálparlið í kjölfar náttúruhamfara eða annarra alvarlegra atburða.
 

18. okt. 2010 : Neyðarmötuneyti Rauða krossins, Klúbbs matreiðslumeistara og MK

Rauði kross Íslands, Menntaskólinn í Kópavogi og Klúbbur matreiðslumeistara hafa gert með sér samstarfsamning um starfsemi neyðarmötuneyta Rauða krossins til að tryggja faglega umgjörð í framkvæmd og rekstri þeirra.  Neyðarmötuneyti eru meðal annars starfrækt tímabundið í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins, þjónustumiðstöðvum almannavarna og í aðstöðu fyrir hjálparlið í kjölfar náttúruhamfara eða annarra alvarlegra atburða.

Samningurinn verður undirritaður í Menntaskólanum í Kópavogi þriðjudaginn 19. október kl. 15:00.  Þar munu félagar í Klúbbi matreiðslumanna mæta í fullum skrúða og reiða fram veitingar í boði Menntaskólans í MK – hótels og matvælasviðs.

15. okt. 2010 : Ráðstefna um framtíðarskipulag áfallahjálpar á Íslandi í kjölfar hamfara

Fjölmennt var á ráðstefnu um skipulag áfallahjálpar á Íslandi sem haldin var fimmtudaginn 14. október í Grensáskirkju. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri setti ráðstefnuna kl. 12:30, og samstarfsaðilar undirrituðu nýja áætlun um segir til um framtíðarskipulag áfallahjálpar á Íslandi í kjölfar hamfara.

Á ráðstefnunni var farið yfir viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar og félagsþjónustu sveitarfélaga eftir jarðskjálftana á Suðurlandi árið 2008.  Fjallað var um sálrænar afleiðingar skjálftanna og hvernig áfallahjálp nýttist íbúum þar.