120 fjöldahjálparstjórar á höfuðborgarsvæðinu

13. apr. 2010

Á þriðja tug sjálfboðaliða sóttu fjöldahjálparnámskeið sem haldið var í Hafnarfjarðardeild Rauða krossins.

Farið var yfir almannavarnarkerfið og hlutverk Rauða krossins innan þess. Til hvers er ætlast af fjöldahjálparstjórum, og hverju þeir geta búist við að mæta þegar kallið kemur. 

Námskeiðið er byggt á fyrirlestrum og æfingum, þar sem þátttakendur taka að sér mismunandi hlutverk innan kerfisins, leika aðgerðarstjórn, samhæfingarstöð, vettvangsstjóra svo eitthvað sé  nefnt.

Gaman er að segja frá því að nú eru um 120 virkir fjöldahjálparstjórar á höfuðborgarsvæðinu.