Rýmingu aflétt og fjöldahjálparstöðinni lokað

15. apr. 2010

Rýmingu vegna flóða úr Eyjafjallajökli er aflétt og fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Hvolsvelli því lokað. Um 250 manns komu á fjöldahjálparstöðina en einnig var tekið á móti fólki á Búðarhóli og Hildisey í Fljótshlíð.

Sjö sjálfboðaliðar Rangárvallasýsludeildar Rauða krossins og tveir frá Árnesingadeildinni tóku á móti fólkinu í fjöldahjálparstöðinni. Starfsmenn Hvolskóla sáu um mat fyrir alla og Ölgerðin kom með drykki.