Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Hvolsvelli hefur opnað

15. apr. 2010

Rauði kross Íslands hefur opnað fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Hvolsvelli vegna rýmingar í Fljótshlíð og Landeyjum. Hjálparsíminn 1717 er opinn sem upplýsingarsími.

Stórflóð er í Markarfljóti. Fólki hefur verið gert að yfirgefa svæðið strax, vegna upplýsinga um að stórt vatnsflóð sé að koma niður undan Gígjökli. Þá verða áhrifasvæði Eyjafjallajökuls rýmd strax. Vatn hefur flætt yfir varnargarða við Þórólfssfell í innanverðri Fljótshlíð stystu leið frá flóðasvæðinu. Stórir ísjakar eru í flóðinu.