Hjálparsími Rauða krossins 1717 gegnir hlutverki upplýsingasíma almennings vegna eldgoss/Red Cross Helpline 1717: public information centre for the current emergency

16. apr. 2010

Rauði kross Íslands vill vekja athygli á að Hjálparsími Rauða krossins 1717 gegnir hlutverki upplýsingasíma fyrir almenning þegar náttúruhamfarir verða. Fólki er því bent á að hringja í Hjálparsímann 1717 til að nálgast almennar upplýsingar og til að spyrjast fyrir um afdrif skyldmenna og vina á hættusvæðinu. Þá er heimafólki sem ekki er á svæðinu eða nær ekki að komast í fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins bent á að hringja í 1717 til að tilkynna um dvalarstað sinn.

Um 100 sjálfboðaliðar starfa við Hjálparsímann 1717, sem er gjaldfrjáls og opinn allan sólarhringinn. Þeir hafa fengið sérstaka þjálfun í upplýsingasöfnun og upplýsingaveitu þegar hamfarir dynja yfir. Eins er Hjálparsíminn mikilvægur hlekkur í skráningu Rauða krossins þegar rýma þarf svæði, og liggja þar allar upplýsingar jafnóðum fyrir um þá sem hafa gefið sig fram í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins á hættusvæðunum.

Red Cross Helpline 1717: public information centre for the current emergency
The public is advised to call the Icelandic Red Cross Helpline 1717 for information about the current situation in the area around Eyjafjallajökull glacier. Staff and volunteers manning the helpline also have specific information about individuals who register at Red Cross shelters in the area.
 
People in the area of the volcanic activity who for any reason are unable to reach Red Cross shelters when an evacuation has been ordered are also advised to register their position with the Red Cross by calling 1717.
 
The Red Cross Helpline 1717 serves as a source of general information to the public during times of emergency. You can call it by simply dialing 1717 when in Iceland. The call is free of charge.
 
From abroad, you can call + 354 551 7853 and you will be connected with the helpline. Calls from abroad are not free of charge.