Aðstoð vegna bruna í Írabakka

17. jún. 2010

Sjálfboðaliði  úr Viðbragðshópi Rauða krossins aðstoðaði íbúa fjölbýlishúss við Írabakka þegar eldur kom upp í íbúð á fyrstu hæð um klukkan 22 í kvöld.

Allar íbúðir fylltust af reyk og þurfti að rýma. Flestir gista hjá ættingjum eða vinum en Rauði krossinn útvegaði gistingu fyrir tvo feðga. Fylgst verður með íbúum og frekari aðstoð veitt ef óskað verður eftir því.