Námskeið fyrir fjöldahjálparliða

5. mar. 2013

Um síðustu helgi voru haldin í Vík og Klaustri námskeið fyrir fjöldahjálparliða. Um var að ræða stutt námskeið eftir nýju fyrirkomulagi um fræðslu í neyðarvörnum deilda.

Vel var mætt á námskeiðin, bæði af sjálfboðaliðum Rauðakross deildanna, en einnig ýmsum öðrum viðbragðsaðilum á starfssvæðum deildanna. Á námskeiðunum var fræðsla um neyðarvarnir Rauða krossins og hvernig eigi að opna og starfrækja fjöldahjálparstöðvar. Einnig var frætt um skráningar og upplýsingagjöf, farið yfir búnað í fjöldahjálparstöð og að lokum stutt æfing í opnum fjöldahjálparstöðvar. Góðar umræður voru á námskeiðunum, enda hafa deildirnar ítrekað þurft að opna fjöldahjálparstöðvar á undanförnum árum, bæði í kjölfar slysa og náttúruhamfara.