Rauði krossinn veitir áfallahjálp vegna rútuslyss

10. ágú. 2013

Viðbragðshópur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu var kallaður út í kjölfar rútuslyss við Rauðavatn kl. 17:30 í dag. Um borð í rútunni voru 25 þýskir ferðamenn. Sjálfboðaliðar Rauða krossins munu ræða við farþegana og veita þeim áfallahjálp.

Þetta er í þriðja sinn í þessari viku sem sjálfboðaliðar Rauða krossins sem eru sérþjálfaðir í að veita sálrænan stuðning í kjölfar áfalls eru kallaðir út af viðbragðsaðilum á vettvangi.