Rauði krossinn veitti aðstoð vegna bruna

10. jan. 2014

Viðbragðshópur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu var kallaður út í nótt vegna bruna í fjölbýlishúsi í Hraunbæ. Fjórir sjálfboðaliðar mættu á staðinn til að aðstoða íbúa sem var gert að rýma íbúðir sínar. Sjálfboðaliðarnir hlúðu að fólkinu í strætisvagni sem var komið fyrir við húsið, og veittu þeim áfallahjálp og sálrænan stuðning.

Þegarslökkvistarfi lauk fengu nokkrir íbúar að fara aftur í sínar íbúðir. Þeir sem ekki gátu snúið aftur þar til reykræstingu var lokið fengu inni hjá ættingjum og vinum, en Rauði krossinn útvegaði einni fjölskyldu gistingu og frekari áfallahjálp.