Tíu sjálfboðaliðar Rauða krossins veittu farþegum áfallahjálp

12. feb. 2014

Tíu sjálfboðaliðar Rauða krossins á Suðurnesjum veittu farþegum áfallahjálp vegna sprengjuhótunarinnar sem barst WOW flugfélaginu eftir flugtak vélar í áætlunarflugi frá Gatwick fyrr í dag. 

Áfallahjálparteymi Rauða krossins á Suðurnesjum er sérþjálfað til að bregðast við slíkum aðstæðum, og voru sjálfboðaliðarnir mættir í flugstöð Leifs Eiríkssonar innan 10 mínútna.

Rauða krossinn bregst við og veitir áfallahjálp við fjölbreyttum atburðum og vegna náttúruhamfara.