Aðstoð vegna bruna

2. maí 2014

Sjálfboðaliðar úr viðbragðshópi Rauða krossins voru kallaðir til aðstoðar í kvöld þegar rýma þurfti stigagang í Breiðholti vegna húsbruna. Íbúum var veitt aðhlynning í strætisvagni á vettvangi. Þegar slökkvistarfi lauk gátu flestir íbúar snúið aftur til síns heima.  Einni fjölskyldu var útveguð gisting í húsi Rauða krossins að Efstaleiti, og dvaldi þar uns íbúð hennar hafði verið reykræst og íbúarnir gátu snúið aftur heim.

Þetta er í annað sinn í þessari viku sem viðbragðshópur Rauða krossins af höfuðborgarsvæðinu er kallaður út vegna bruna.  Sjálfboðaliðar sinntu áfallahjálp þegar kveikt hafði verið í færanlegum kennslustofum í Rimaskóla fyrr í vikunni.  Fjöldi barna varð skelkaður þegar eldurinn blossaði upp og þáði aðstoð Rauða krossins.