Neyðarvarnir 2004

3. des. 2004

Fjöldahjálparstjórnarnámskeið
Haldin voru 4 fjöldahjálparstjórnarnámskeið á árinu og voru þjálfaðir alls 56 fjöldahjálparstjórar frá alls 15 deildum auk nokkurra samstarfsaðila.
Námskeiðin voru haldin í Vík 27.-28. febrúar, á Ísafirði 5. - 6. mars, á Höfn 12. –13. mars og á Blönduósi 16.-17.apríl. Í árslok voru 489 fjöldahjálparstjórar með gild skírteini.

Héraðssamningar
Nokkuð miðaði í gerð héraðssamninga milli almannavarna og Rauða kross deilda í umdæmi nefndarinnar. Gengið var frá samningi mill Víkurdeildar og Almannavarnanefndar Mýrdalshrepps. Í árslok hafa 15 Rauða kross deildir gengið frá héraðssamningum við 10 almannavarnanefnir.

Flugslysaæfingar
Á árinu voru haldnar þrjár flugslysaæfingar, á Ísafjarðarflugvelli 8. maí, á   Reykjavíkurflugvelli 25. september og 6. nóvember á Keflavíkurflugvelli.

Viðbragðsáætlanir
Séráætlanir vegna flugvalla
Á árinu voru gerðar þrjár séráætlanir fyrir þrjá flugvelli í tengslum við flugslysaæfingar. Þetta eru Ísafjarðarflugvöllur, sem fimm Rauða kross deildir koma að, Reykjavíkurflugvöllur, sem sex Rauða kross deildir koma að og Keflavíkurflugvöllur sem 8 Rauða kross deildir
koma að.  

Hvalfjarðargöng
Lokið var við viðbragðsáætlun vegna Hvalfjarðarganga sem þrjár Rauða kross deildir koma að eða, Kjósarsýsludeild, Akranesdeild og Borgarfjarðardeild.

Viðbragðsáætlun/handbók Icelandair
Haldnir voru tveir fundir með verkefnisstjóra sem vinnur að gerð viðbragðsáætlunar og gerð handbókar fyrir Icelandair (8Emergency Response Manual).  

Viðbrögð vegna Kötlu
Endurskoðun viðbragðsáætlunar vegna eldgoss í Kötlu hófs í lok árs undir stjórn almannavarnadeildar. Tekin var ákvörðun um að útvíkka áætlunina og mun hún því taka til stærra svæðis og munu a.m.k. 5 Rauða kross deildir hafa hlutverk í áætluninni, Grindavíkurdeild, Árnesingardeild, Rangárvallasýsludeild, Klausturdeild og Víkurdeild.

Ferjuslysaáætlun fyrir Norrænu á Seyðisfirði
Vinna hófst við gerð áætlunar fyrir Seyðisfjörð vegna ferjuslyss. Starfsmenn fóru á fund deildarfólks á Seyðisfirði í lok árs ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild og landlækni. Þessi áætlun verður sameiginleg fyrir sjó og land og munu a.m.k. Seyðisfjarðardeild og Héraðs- og Borgarfjarðardeild hafa hlutverk skv. henni.

Fræðsla og ráðstefnur um neyðarvarnir
Samhæfingarstöðvarnámskeið
Fulltrúar Rauða krossins voru með fyrirlestur um neyðarvarnaskipulag Rauða krossins á þremur námskeiðum sem haldin voru fyrir áhöfn samhæfingarstöðvar, 7., 9. og 21. desember.

Vettvangsstjórnarnámskeið
Rauði krossinn var með innlegg á tveimur vettvangsstjórnarnámskeiðum almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans sem haldin voru í febrúar í Reykjavík og í apríl á Ísafirði.

Flugslysaundirbúningur
Fulltrúi Rauða krossins í ráðgjafahópi Flugmálastjórnar var með fræðslu fyrir samstarfsaðila fyrir 3 flugslysaæfingar. Einnig var haldið námskeið fyrir sjálfboðaliða Rauða krossins á undirbúningstímanum, þar sem m.a. var kennt skipulag, skráningar, sálrænn stuðningur og fjölmiðlar.

Samhæfingarstöð almannavarna
Fulltrúar landsskrifstofu í samhæfingarstöð tóku þátt í sex æfingum og fjórum fundum sem haldnir voru í tengslum við þjálfun og æfingar. Áhöfn samhæfingarstöðvar fór um Suðurland á Kötluslóðir.

Erlendir gestir
Fyrirlestur fyrir gesti frá Palestínu og frá Afríku.

Evrópufundur um loftslagsbreytingar og neyðarvarnir
Farið á fund um loftslagsbreytingar og einnig samvinnu vegna neyðarvarna í Evrópu
The Haag í Hollandi 21. og 22 október.

Neyðarvarnasíða www.redcross.is/neydarvarnir
Haldið var áfram að auka þjónustu við deildir á árinu og nú með því að setja inn auknar upplýsingar um neyðarvarnir á heimasíðuna. Nú er hægt að nálgast fyrirmyndir að neyðarvarnaáætlunum deilda og héraðssamningum, ýmsa samninga er tengjast neyðarvörnum og skráningareyðublöð og ýmislegt annað sem deildir geta nýtt sér við skráningar í neyðaraðgerðum.

Útköll vegna neyðarvarna
Á árinu voru fjölmörg útköll vegna Keflavíkurflugvallar. Í flestum tilfellum var samhæfingarstöð almannavarna virkjuð. Einnig var aðstoðað vegna bílslysa en stærsta útkallið var vegna bruna í fyrirtækinu Hringrás og rýmingar á stóru svæðis vegna hans. Opnuð var fjöldahjálparstöð, Hjálparsíminn 1717 virkjaður til upplýsingagjafar til brottfluttra og einnig til að taka niður staðsetningu fólks sem þurfti að yfirgefa heimili sitt.

Flugslysaæfingar
Ísafjörður
25 þátttakendur frá Rauða krossinum.
3 starfsmenn frá landsskrifstofu
Rauða kross deildir
– 15 Ísafjarðardeild
– 2 Bolungarvíkurdeild
– 3 Súgandafjarðardeild
– 2 Samhæfingarstöð almannavarna

Reykjavík
49 þátttakendur frá Rauða krossinum.
42 Fjöldahjálp
2 1717 (Hjálparsíminn)
1 aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins
1 samhæfingarstöð almannavarna
3 landsskrifstofa Rauða kross Íslands

Keflavík
39 þátttakendur frá Rauða krossinum
3 starfsmenn frá landsskrifstofu
30 sjálfboðaliðar Suðurnesjadeildar og Grindavíkurdeildar
3 1717 (Hjálparsíminn)
1 aðgerðastjórn Keflavíkurflugvallar
1 samhæfingarstöð almannavarna
1 landsskrifstofa Rauða kross Íslands

Deildir á höfuðborgarsvæði sem allar hafa hlutverki að gegna í áætluninni tóku ekki þátt í æfingunni þar sem svo stuttur tími var frá Reykjavíkuræfingunni í september.