Flugslysaæfing á Bíldudal

11. okt. 2006

Sjö sjálfboðaliðar Rauða kross deildar V-Barðastrandarsýslu tóku þátt í flugslysaæfingu á vegum Flugmálastjórnar sem haldin var á Bíldudal 7. október sl. Flugvél með alls 20 manns innanborðs átti að hafa farist.

Æfingin gekk mjög vel fyrir sig og allir sem tóku þátt stóðu sig með miklum ágætum en henni var stjórnað af starfsmönnum Flugmálastjórnar og Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 

Tilgangurinn var að láta reyna á nýunnin drög að flugslysaáætlun fyrir Bíldudalsflugvöll og samhæfa krafta þeirra sem þurfa að koma að svona slysi, s.s. slökkvilið, björgunarsveitir, heilsugæslan, Rauði krossinn og aðrir viðbragðsaðilar. Æfðar voru björgunaraðgerðir, samhæfing aðgerða og aðhlynning aðstandenda.

Sjúklingar og aðstandendur voru leiknir af íbúum á svæðinu og stóðu sig mjög vel. Tæplega 50 heimamenn tóku þátt í æfingunni.

Sjá myndir af æfingunni: