Rauði krossinn í viðbragðsstöðu vegna nauðlendingar flugvélar Britsh Airways

26. ágú. 2006

Útkall barst frá Neyðarlínunni kl. 18 í dag vegna þess að flugvél frá Britsh Airways, á leiðinni til Bandaríkjanna, þurfti að nauðlenda á Keflavíkurflugvelli. Reykur var kominn inn í farþegarými og talið að eldur væri laus í farangursrými. Um borð voru 268 farþegar.

Fulltrúi Rauða krossins mætti í Samhæfingarstöð Almannavarna og sjö sjálfboðaliðar Suðurnesjadeildar mættu í húsnæði deildarinnar. Almennt útkall var afturkallað 18:16 en aðgerðarstjórn á Keflavíkurflugvelli óskaði eftir að fá fulltrúa Rauða krossins í flugstöðina til að veita farþegum stuðning.

Þegar vélin lenti var búið að ráða við vandann og ákveðið að halda flugferðinni áfram. Farþegar og áhöfn fóru ekki frá borði og ástand þeirra talið gott svo ekki kom til aðstoðar Rauða krossins.