Æfð viðbrögð við rútuslysi

25. okt. 2011

Sjálfboðaliðar deilda Rauða krossins í Húnavatnssýslum tóku þátt í rútuslysaæfingu sem haldin var í nágrenni Víðihlíðar í Víðidal á dögunum. Víðihlíð er skipulögð fjöldahjálparstöð Hvammstangadeildar en auk þess að gegna hlutverki sínu sem slík var söfnunarsvæði slasaðra í æfingunni einnig staðsett þar.

Fljótlega eftir að æfingin hófst var komið með lítið slasaða í fjöldahjálparstöðina. Sjálfboðaliðar Rauða krossins voru fengnir til að annast þá þar til tími gæfist til að sinna þeim betur, auk þess sem aðrir sjálfboðaliðar aðstoðuðu við aðhlynningu á söfnunarsvæði slasaðra.

Vel á annað hundrað manns tók þátt í æfingunni frá öllum viðbragðsaðilum á svæðinu, þ.á.m. unglingar sem léku hlutverk slasaðra.