Rauði krossinn veitti ferðamönnum áfallahjálp

21. maí 2007

Ferðaskrifstofan Kynnisferðir leitaði til Rauða krossins um áfallahjálp til samferðamanna konunnar sem lést við Reynisfjöru á laugardaginn. Um var að ræða 18 manna hóp bandarískra ferðamanna sem var í ferð um Suðurland. Afar kröftug alda hreyf konuna í sjóinn og dró hana frá landi. Tveir samferðamenn hennar voru hætt komnir er þeir reyndu björgun með því að vaða út í sjó.

Þegar ferðafólkið kom á hótel sitt í Reykjavík rétt fyrir klukkan sjö voru þrír fulltrúar frá Rauða krossinum þegar komnir á staðinn. Rauði krossinn hafði samband við bandaríska sendiráðið samkvæmt skipulagi félagsins í almannavörnum og var fulltrúi sendiráðsins einnig á staðnum.

Rauði krossinn bauð hópnum upp á sálrænan stuðning og annað sem þeim kynni að vanhaga um. Fjórir þáðu stuðning. Gerð var grein fyrir því að þjónusta Rauða krossins stæði fólkinu til boða þar til það fer af landi brott í dag.