Rauði krossinn aðstoðar vegna bruna í Fannarfelli

18. nóv. 2007

Neyðarlínan leitaði til Rauða krossins snemma í morgun vegna bruna í íbúð við Fannarfell. Óskað var eftir aðstoð við íbúana sem þurftu að yfirgefa íbúðir sínar en fengu skjól í strætisvagni sem þegar kom á staðinn. Tveir voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun.

Þrír sjálfboðaliðar úr viðbragðshópi neyðarnefndar höfuðborgarsvæðis fóru þegar á vettvang. Greiðlega gekk að reykhreinsa og fengu íbúarnir fljótlega að fara til íbúða sinna.

Rauði krossinn fylgdi íbúunum eftir og veitti aðstoð og upplýsingar eftir því sem þurfti og nokkrir þáðu sálrænan stuðning. Aðstoðinni verður fylgt eftir eins og þörf er á.