Aðstoð vegna húsbruna á Neshaga

6. jan. 2008

Rauði krossinn brást við beiðni Neyðarlínunnar klukkan 1:30 í nótt um að aðstoða fjölskyldu á Neshaga eftir að íbúð þeirra skemmdist þegar eldur kom upp í nærliggjandi íbúð. Tveir sjálfboðaliðar úr viðbragðshópi höfuðborgarsvæðis fóru á vettvang. Fólkinu var komið fyrir á hóteli og veittur sálrænn stuðningur. Sjálfboðaliðarnir munu hitta fjölskylduna á morgun og fylgja henni heim til sín.