Þriðja útkallið á þremur dögum

8. jan. 2008

Viðbragðshópur Rauða krossins veitti íbúum í fjölbýlishúsi í Jórufelli aðstoð vegna elds sem kom upp í hjólageymslu í sameign á jarðhæð með þeim afleiðingum að mikinn og þykkan reyk lagði um stigaganginn. Er þetta í þriðja sinn sem viðbragðshópurinn er að störfum vegna bruna í fjölbýlishúsum á jafn mörgum dögum.