Rauði krossinn aðstoðar vegna húsbruna í Tunguseli

7. jan. 2008

Neyðarlínan leitaði til Rauða krossins klukkan sex í morgun vegna bruna í blokk í Tunguseli. Einn maður lést og nokkrir voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Aðrir íbúar stigagangsins fengu skjól í strætisvagni sem staðsettur var við húsið.

Sjálfboðaliðar úr viðbragðshópi Rauða krossins hlúðu að íbúum meðan slökkviliðið var að störfum og var íbúunum fylgt til íbúða sinna tveimur stundum síðar. Rauði krossinn veitti sálrænan stuðning og upplýsingar eftir því sem þurfti og verður aðstoðinni fylgt eftir eins og þörf er á.Einar Rúnar Axelsson við húsvagn Reykjavíkurdeildar Rauða krossins sem var fluttur á staðinn.