Námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra

29. jan. 2008

Námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra var haldið í húsnæði Suðurnesjadeildar Rauða krossins síðastliðinn laugardag. Þrátt fyrir slæmt veður og vonda færð var góð þátttaka.

Námskeiðið er hið fyrsta í röðinni af námskeiðum um neyðarvarnir sem haldin verða víða um land fram á vorið. Mikilvægt er að þeir einstaklingar sem koma að neyðarvörnum deilda séu vel þjálfaðir í hlutverkum sínum. Námskeiðið samanstóð af fyrirlestrum og verklegum æfingum og æfðu þátttakendur meðal annars opnun fjöldahjálparstöðvar ásamt því að haldin var skrifborðsæfing í viðbrögðum við hópslysi.

Karl Georg formaður neyðarnefndar Suðurnesjadeildar gefur þátttakendum góð ráð við æfingu á opnun fjöldahjálparstöðvar.
Næsta fjöldahjálparstjóranámskeið verður haldið á Selfossi um næstu helgi.