Sjálfboðaliðar Rauða krossins stóðu vaktina í nótt

30. maí 2008

Tuttugu manns, sem ekki treysti sér til að sofa í húsum sínum gistu í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins á Selfossi og í Hveragerði í nótt. Einnig hafði félagið milligöngu um gistingu í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá vildu komast burtu af svæðinu. Hjálparsími Rauða krossins, 1717 var opinn í alla nótt að venju.