Aðstoð Rauða krossins rædd við sveitarfélög á skjálftasvæðinu

30. maí 2008

Rauði krossinn mun ræða við fulltrúa sveitarfélaga í Hveragerði og á Selfossi um frekari aðstoð Rauða krossins á næstu dögum og vikum. Sjálfboðaliðar Rauða krossins munu reka fjöldahjálparstöðvar á þessum stöðum svo lengi sem þörf er á.

Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands, mun hitta Ragnheiði Hergeirsdóttur bæjarstjóra Árborgar um kl. 17.00 í dag, og einnig fara á fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Vallarskóla á Selfossi.

Anna hittir svo Helgu Kristjánsdóttur, fulltrúa bæjaryfirvalda í Hveragerði, kl. 18:30 í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í grunnskólanum.

Áfallateymi Rauða krossins hefur verið að störfum á skjálftasvæðinu í dag.  Fræðslufundir um áfallastreitu voru haldnir á Selfossi og í Hveragerði með íbúum á svæðinu, og mun teymið halda áfram að veita áfallahjálp á fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins í dag og næstu daga.