Rauði krossinn aðstoðar vegna bruna á Þingeyri

30. maí 2008

Eldsvoði varð á Þingeyri í gærkvöldi. Hjónin sem eru íbúar hússins voru stödd í Reykjavík þegar eldurinn kviknaði og hafði Rauði krossinn strax samband við fólkið og bauð aðstoð. Hjónin keyrði strax vestur á Þingeyri þar sem þau fengu húsaskjól og sálrænan stuðning hjá sjálfboðaliðum Dýrafjarðardeildar og svæðisfulltrúa Rauða krossins.

Húseigendurnir sem eru frá Portúgal hafa búið á Þingeyri í þrjú ár. Þau hafa notið aðstoðar túlks við að fá upplýsingar frá lögreglu um eldsupptök og þá aðstoð sem er í boði hjá bæjarfélaginu, tryggingum og ekki síst Rauða krossinum.