Rauði krossinn veitir áfallahjálp í Hellisheiðarvirkjun

21. ágú. 2008

Óskað var eftir áfallahjálp hjá Rauða krossinum í gærkvöldi eftir að tveir rúmenskir starfsmenn Hellisheiðarvirkjunar létust í vinnuslysi.

Þrír sjálfboðaliðar úr áfallahjálparteymi Rauða krossins fóru á staðinn ásamt tveimur rúmenskum túlkum og veittu vinnufélögum og samlöndum hinna látnu sálrænan stuðning.

Sálfræðingur frá Rauða krossinum og prestur frá rétttrúnaðarkirkjunni verða í Hellisheiðarvirkjun í dag til frekari stuðnings fyrir þá sem óska.