Rauði krossinn veitti neyðaraðstoð vegna bruna í Breiðholti

20. okt. 2008

Viðbragðshópur Rauða krossins var kallaður út af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins klukkan 3.42 aðfararnótt sunnudagsins vegna bruna í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Reykjavík. Sjálfboðaliðar hópsins komu hjólhýsi Rauða krossins á staðinn og gátu þolendur dvalið þar meðan á slökkvistarfi og reykræstingu stóð.

Ekki var mögulegt fyrir íbúa hússins að snúa heim um nóttina og var þá farið í að finna gistingu handa þeim sem á þurftu að halda. Rauði krossinn útvegaði fjórum íbúum gistingu á gistihúsi en aðrir gátu komið sér í húsaskjól á annan hátt, svo sem hjá ættingjum. Þá tók Rauði krossinn tímabundið að sér hamstur í fóstur fyrir einn íbúann. Aðgerðum lauk klukkan 5.58.