Flugslysaæfing á Þingeyri

21. okt. 2008

Deildir Rauða krossins á Vestfjörðum tóku þátt í flugslysaæfingu á Þingeyri á laugardaginn. Æft var slys þar sem farþegaflugvél með 24 farþegum fórst í lendingu á flugvellinum.

Sjálfboðaliðar Dýrafjarðardeildar sinntu slösuðum á svokölluðu söfnunarsvæði slasaðra sem sett var upp í flugstöðinni á Dýrafjarðarflugvelli, ásamt björgunarsveitarfólki og prestinum á staðnum. Sjálfboðaliðar annarra deilda á norðanverðum Vestfjörðum settu hins vegar upp söfnunarsvæði aðstandenda í grunnskóla Ísafjarðar.

Æfingin var kjörið tækifæri til að fara yfir neyðarvarnamál á staðnum og notaði Ísafjarðardeild meðal annars tækifærið til að endurskipuleggja fjöldahjálparstöðina á Ísafirði, enda hafa miklar endurbætur átt sér stað í skólanum.

Önnum kafið Rauða kross fólk í tölvuvinnu.
Sjálfboðaliðar fara yfir teikningar af grunnskólanum á Ísafirði.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér frekar neyðarvarnamál Rauða krossins á Vestfjörðum er bent á að hafa samband við Bryndísi Friðgeirsdóttur svæðisfulltrúa (456 4186, vestfirdir@redcross.is).