Áætlanagerð vegna inflúensufaraldurs

2. jan. 2008

Þann 10. desember síðastliðinn stóðu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og landlæknisembættið fyrir skrifborðsæfingu um viðbrögð vegna inflúensufaraldurs. Áætlanagerð hefur staðið yfir í tvö ár og er þetta umfangsmesta viðbragðsáætlun sem unnin hefur verið hér á landi. Ýmsir aðilar hafa komið að málum svo sem Rauði kross Íslands sem hefur m.a. tekið þátt í vinnuhópum um sjúkraflutninga, dreifingu nauðsynja og nú síðast í nýstofnuðum vinnuhópi um inflúensusíma.

Rauði krossinn tók ekki beinan þátt í æfingunni, heldur fylgdust fulltrúar hans með henni sem áhorfendur, enda var markmið æfingarinnar fyrst og fremst að æfa samskipti milli lögregluembætta og sóttvarnaumdæma. 15 aðgerðastjórnir voru að störfum um allt land, auk þess sem starfsmenn ríkislögreglustjóra og landlæknisembættisins stóðu vaktina í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð. Æfð voru drög að landsáætlun en í kjölfarið munu sóttvarnasvæðin gera ítarlegri áætlanir sem Rauða kross deildir munu væntanlega koma frekar að.

Komi til inflúensufaraldurs munu matarpökkum, samkvæmt leiðbeiningum frá Lýðheilsustöð, og virkjun upplýsingasíma verða með fyrstu verkefnum Rauða krossins.

Viðbragðsáætlun Almannavarna vegna inflúensufaraldurs