Aðstoð við bruna á Klapparstíg

16. jan. 2009

Slökkvilið Reykjavíkur óskaði eftir aðstoð Rauða krossins um klukkan fjögur í nótt eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsnæði að Klapparstíg 17. Rýma þurfti einnig íbúðir í næstu húsum. Þrír fóru á slysadeild og 19 aðrir þurftu að yfirgefa íbúðir sínar.

Fjórir sjálfboðaliðar úr viðbragðhópi Rauða krossins mættu á vettvang með hjólhýsi Reykjavíkurdeildar. Veittu þeir íbúum aðhlynningu og sálrænan stuðning og miðluðu upplýsingum.
 
Útveguð var gisting fyrir 13 manns en aðrir fóru til ættingja. Fólkinu verður boðin aðstoð ef á þarf að halda næstu daga.