Tuttugu og átta manns í fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Suðurnesjum í nótt

26. jan. 2012

Tuttugu og átta manns sem komust ekki ferða sinna vegna ófærðar og illviðris nutu aðstoðar Suðurnesjadeildar Rauða krossins í nótt og í dag.

Upp úr miðnætti í nótt opnaði Suðurnesjadeildin tvær fjöldahjálparstöðvar í Íþróttahúsinu í Akurskóla í Innri Njarðvík og Holtaskóla í Keflavík og eyddu tuttugu og átta manns sem komust ekki leiðar sinnar eftir lendingu í Keflavík nóttinni þar.

Klukkan hálfátta í morgun var fólkið flutt í húsnæði Rauða krossins á Suðurnesjum að Smiðjuvöllum 8. Á sama tíma var öll aðstoð og fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Suðurnesjum færð að Smiðjuvöllum 8. Fólkið lagði af stað þaðan til höfuðborgarsvæðisins um klukkan ellefu í kjölfar þess að Reykjanesbrautin var opnuð.

Fulltrúi Rauða kross deildarinnar á Suðurnesjum var einnig í Leifsstöð  í nótt en farþegar sem gistu þar fengu teppi og aðra aðstoð.