Fjöldahjálparstöð opin á Suðurnesjum

26. jan. 2012

Suðurnesjadeild Rauða krossins hefur opnað fjöldahjálparstöð í húsnæði deildarinnar að Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ fyrir þá sem komast ekki ferða sinna vegna ófærðar og illviðris. 27 manns bíða þar.

Fulltrúi deildarinnar er einnig í Leifsstöð þar sem farþegar sem gistu þar fengu teppi og aðra aðstoð.

Upp úr miðnætti í nótt opnaði Suðurnesjadeildin tvær fjöldahjálparstöðvar í Íþróttahúsinu í Akurskóla í Innri Njarðvík og Holtaskóla í Keflavík. Öll aðstoð hefur verið færð að Smiðjuvöllum 8.