Norskum ferðamönnum veitt áfallahjálp

16. okt. 2009

Óskað var eftir áfallahjálp hjá Rauða krossins eftir að maður úr hópi 20 norskra ferðamanna lést í fjórhjólaslysi á Haukadalsheiði í dag. Sjálfboðaliðar úr áfallahjálparteymi og viðbragðshópi höfuðborgarsvæðis tóku á móti fólkinu þegar það kom á hótel sitt í Reykjavík. Einnig setti Rauði krossinn sig í samband við norska sendiráðið og komu tveir starfsmenn þeirra á hótelið. Ferðamennirnir voru vinnufélagar og voru að missa náinn samstarfsmann.