Rauði krossinn aðstoðar vegna húsbruna í Borgarnesi

11. des. 2009

Borgarfjarðardeild Rauða krossins var kölluð út til aðstoðar í gærkvöldi þegar eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Borgarnesi.

Sjálfboðaliðar deildarinnar opnuðu fjöldahjálparstöð en sinntu auk þess aðstoð á vettvangi. Ein fjölskylda þurfti að yfirgefa heimili sitt og verður henni veitt frekari aðstoð næstu daga.