Maxresdefault

18. jún. 2015 : Hárkompan með Rauða kross dag.

Starfsfólk Hárkompunnar, hársnyrtistofu á Akureyri, styrktu starf Rauða krossins með því að halda svo kallaðan Rauða kross dag 18. júní sl. Þann dag klipptu þau viðskiptavinu og létu allan ágóða dagsins renna til Rauða krossin við Eyjafjörð. 

_SOS8880

29. maí 2015 : Vorfagnaður Eyjafjarðardeildar 2015

Vorfagnaður Rauða krossins við Eyjafjörð var haldinn í gær þann 28. maí. Mætingin var feikna góð og var mikil stemming en alls mættu um 60 sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins á Eyjafjarðarsvæðinu.

IMG_5823--2-

11. maí 2015 : Nýr rekstrarsamningur Lautar

Á dögunum skrifuðu fulltrúar Rauða krossins í Eyjafirði og Geðvernarfélags Akureyrar undir nýjan rekstrarsamning við Akureyrarbæ vegna starfsemi Lautarinnar

B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

6. maí 2015 : Rauði krossinn við Eyjafjörð styrkir Nepal

Rauði kross­inn við Eyjafjörð ákvað í síðustu viku að leggja 300.000 krónur til hjálp­ar­starfs­ins í Nepal

4. maí 2015 : Kvenfélagið Baldursbrá aðstoðar Rauða krossinn

Kvenfélagið Baldursbrá hefur í vetur lagt Rauða krossinum lið með þátttöku sinni í verkefninu  „Föt sem framlag „.

 

22. apr. 2015 : Börn og umhverfi 2015 Akureyri

Rauði krossinn við Eyjafjörð heldur námskeiðið Börn og umhverfi ætlað ungmennum fædd á árinu 2003 og eldri.

IMG_5823--2-

18. mar. 2015 : Norðlenska styrkir Laut

Norðlenska ehf. tók í desember sl.  þátt í verkefninu Geðveik jól á vegum RUV.  Verkefninu  er ætlað  að minna á mikilvægi geðheilsu á vinnustöðum

9. mar. 2015 : Skyndihjálparnámskeið 4 klst - Dalvík

Skyndihjálparnámskeið á Dalvík 23.3.2015

Rauði krossinn við Eyjafjörð heldur námskeið í almennri skyndihjálp mánudaginn 23. mars kl. 18 - 22 í Dalvíkurskóla (gengið inn um aðalinngang).

Inntökuskilyrði: Þátttakendur séu 14 ára eða eldri 

Þar læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.

Þátttökugjald er 7500 krónur. Skráning og greiðsla á greiðslusíðu Valitor

Nánari upplýsingar í síma 461 2374 og [email protected].

19. feb. 2015 : Öskudagur 2015

13. feb. 2015 : Viðurkenning fyrir að sýna eftirtektaverða færni í skyndihjálp

Sérstakar viðurkenningar voru veittar á 112 daginn af Rauða krossinum á Íslandi fyrir utan val á skyndihjálparmanni ársins.

Ein þessara viðurkenninga fór til þriggja barna föðurs á Akureyri, Símons Þórs Símonarsonar en hann sýndi eftirtektarverða færni í skyndihjálp á árinu 2014 þegar dóttir hans sýktist af E-Coli bakteríu sem olli nýrnabilun og rauðu blóðkornin sprungu.

Þann 11. mars 2014 var Símon staddur á heimili sínu á Akureyri þegar 2 og hálfs árs dóttir hans sem hafði verið veik af því er talið var ælupest, fékk skyndilega flog og hætti að anda. Símon hljóp með stúlkuna út í ferskt loft og fór síðan með hana inn þar sem hann hóf endurlífgun á meðan móðir hennar hringdi eftir aðstoð. Stúlkan tók við sér og fór að anda áður en sjúkrabíll og læknir komu á staðinn. Í kjölfarið var hún send suður með sjúkraflugi þar sem við tóku 11 daga á gjörgæslu í öndunarvél þar sem henni var vart hugað líf. Stúlkan er nú við ágæta heilsu og gengur vel að ná fyrri styrk. Símon sýndi sannarlega góð og rétt viðbrögð á ögurstundu en hann hafði lært skyndihjálp í fyrra starfi sínu sem sjómaður.

Rauði krossinn á Akureyri  veitti viðurkenninguna þann 11. febrúar s.l. ásamt skyndihjálpartösku, ávísun á skyndihjálparnámskeið Rauða krossins og blómvönd. Það voru þeir Sigurður Ólafsson, formaður deildarinnar og Hafsteinn Jakobsson framkvæmdarstjóri Eyjafjarðardeildar sem afhentu viðurkenninguna.

Á myndinni má sjá Símon ásamt fjölskyldu sinni.

5. feb. 2015 : Starfsmaður óskast í Laut athvarf

 

Athvarfið Laut á Akureyri óskar eftir að ráða starfsmann í 60% stöðu. Um er að ræða tímabundna stöðu í 6 mánuði.

Laut er athvarf fyrir fólk með geðraskanir, rekið í nafni Rauða krossins í samvinnu við Akureyrarbæ og Geðverndarfélag Akureyrar. Markmið með rekstri Lautar er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðræna sjúkdóma að stríða. Lögð er sérstök áhersla á að skapa aflappað og heimilislegt andrúmsloft þar sem gestir geta komið á eigin forsendum og notið þeirrar þjónustu sem þar er í boði.

Opnunartími Lautar er alla virka daga:  09:30 – 15:45. Mikilvægt er að starfsmaður sé sveigjanlegur og geti unnið eftir samkomulagi.

Helstu verkefni:

  • Félagsleg samvera (spjallað, farið í gönguferðir o.s.frv.).
  • Vera gestum til leiðbeiningar og hvatningar til að auka lífsgæði sín með einum eða öðrum hætti.
  • Vera virkur þátttakandi í öllu starfi athvarfsins .
  • Taka þátt í þróun nýrra verkefna innan athvarfsins í samvinnu við verkefnastjórn, starfsmenn og rekstraraðila þess.
  • Sinna öðrum tilfallandi  störfum í athvarfinu sem forstöðumaður og/eða verkefnastjórn kann að fela starfsmanni.

 

 

Menntunar/Hæfniskröfur:

  • Leitað er eftir starfsmanni sem hefur áhuga á að starfa með einstaklingum með geðraskanir og hefur sýnt lipurð og þekkingu í fyrri störfum.
  • Ekki er krafist sérstakrar menntunar en reynsla af starfi með einstaklingum með geðraskanir er kostur.
  • Áhersla er lögð á gagnkvæma virðingu, stundvísi og heiðarleika.
  • Umsækjandi þarf að búa yfir sveigjanleika og vilja til þróunar í starfi.

 

Frekari upplýsingar um starfið veitir forstöðukona Lautar, Helga Einarsdóttir í síma 462 – 6632 og [email protected]

Starfsumsóknir skulu berast til framkvæmdarstjóra Rauða krossins við Eyjafjörð, Hafsteins Jakobssonar á netfangið [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar.

22. jan. 2015 : Flóamarkaður

Rauði Krossinn á Akureyri heldur flóamarkað föstudaginn 6. febrúar kl. 10:00 - 18:00 og laugardaginn 7. febrúar 10:00 - 16:00 í húsnæði sínu við Viðjulund 2.

Notaður fatnaður, leikföng, bækur og ýmis smávara. Hlökkum til að sjá ykkur

19. jan. 2015 : Skyndihjálparnámskeið 4 klst

4 tíma skyndihjálparnámskeið á Akureyri 18.02.2015

Rauði krossinn á Akureyri heldur námskeið í almennri skyndihjálp miðvikudaginn 18. febrúar kl. 18-22 í Rauðakrosshúsinu Viðjulundi 2.

Inntökuskilyrði: Þátttakendur séu 14 ára eða eldri 

Þar læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.

Þátttökugjald er 7500 krónur.

Nánari upplýsingar í síma 461 2374 og [email protected].

15. jan. 2015 : Góður lisauki við lestun gáms

Vöxtur í fatasöfnun hefur verið stöðugur undanfarin ár og er nú svo komið að lestaður er u.þ.b. einn gámur í hverjum mánuði á Akureyri hjá deildinni.  Undanfarið hafa ýmsir hópar komið til aðstoðar við að lesta fatagáma og má með sanni segja að margar hendur vinni létt verk.   Að  þessu sinni voru auk félaga úr Rauða krossinum, félagar úr Crossfit Akureyri,  Fenri og frá Steypusögun Norðurlands.

Það er gjarnan létt yfir hópnum og kappið aldrei langt undan. Þannig er í hvert skipti reynt að lesta gáminn á skemmri tíma heldur en  síðast og var það raunin í þetta sinn.  Verkið var klárað á u.þ.b. 30 mínútum.

 

29. des. 2014 : Héldu tombólu til styrktar börnum í neyð

Dóróthea Gerður Bin Örnólfsdóttir, Ólöf Kristín Lin Örnólfsdóttir og Anna Marý Yngvadóttir héldu tómbólu til styrktar Rauða krossinum

7fr9czyw

20. nóv. 2014 : Laus störf hjá Rauða krossinum

Rauði krossinn auglýsir eftir verkefnastjóra frá næstu áramótum í 75% starf með aðsetur á Reyðarfirði.

20. nóv. 2014 : Jólaaðstoð 2014 - Eyjafirði

Jólaaðstoðin er samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar  og Rauða krossins.

31. okt. 2014 : Eldað fyrir Ísland - Húnavatnssýslu

Feykir.is birti frétt og myndir frá opnun fjöldahjálparstöðvar í Ásbirgi í Húnaþingi vestra.

24. okt. 2014 : Skyndihjálparnámskeið ( 4 klst. )

Námskeið í almennri skyndihjálp hefst á miðvikudaginn 5. nóvember næstkomandi. Farið er yfir helstu aðferðir við beitingu skyndihjálpar.  

8. okt. 2014 : Skyndihjálparnámskeið 13. okt.

Námskeið í almennri skyndihjálp ( 12 klst. ) hefst mánudaginn 13. okt.

12491887_742477785883122_96515126597646037_o

15. maí 2014 : Stúlkurnar í Rauða krossinum á Ólafsfirði

Blaðamaður siglo.is gerðist fluga á vegg þegar sjálfboðaliðar Eyjafjarðardeildar Rauða krossins í verkefninu Föt sem framlag á Ólafsfirði komu saman

Skeidar

9. apr. 2014 : Umbúðir til gagns

Það er með ýmsum hætti hægt að láta gott af sér leiða og stundum hægt að slá tvær flugur í einu höggi.  

27. mar. 2014 : Söfnuðu á góðgerðardegi

Á dögunum var svo kallaður góðgerðardagur í Menntaskólanum á Akureyri  og stóðu nemendur af því tilefni fyrir ýmsum  viðburðum

7. mar. 2014 : Öskudagurinn 2014

Öskudagur var að venju haldinn hátíðlegur hjá börnum á akureyri.   Nokkrir skrautlegir hópar  heimsóttu Rauða krossinn  með söng og gleði og þáðu að launum svolítið gott í poka.  Sjá má myndir af nokkrum hópum hér.


 

3. mar. 2014 : Börnin á Álfaborg safna fyrir hjálparstarf á Filippseyjum

Á dögunum stóðu börnin á leikskólanum Álfaborg fyrir sýningu á myndum og munum sem þau höfðu unnið í starfi sínu á leikskólanum.   Verkin voru öll til sölu fyrir gesti sýningarinnar og létu börnin ágóðann, 29.593 krónur, renna til hjálparstarfs Rauða krossins.   Sérstaklega var tiltekið að  hjálpa ætti börnum á Filippseyjum.   Hafsteinn Jakobsson, starfsmaður Rauða krossins heimsótti leikskólann og á meðfylgjandi mynd má sjá hvar börnin afhenda honum söfnunarféð.  
Við sama tækifæri afhenti Jón Hrói Finnson, sveitarstjóri  fjárframlag frá Svalbarðsstrandarhreppi, en sveitastjórnin vildi með því styðja við þetta frábæra framtak barnanna.  
Þess  má annars geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem börnin á Álfaborg láta gott af sér leiða með þessum hætti því árið 2010 þá söfnuðu þau með sambærilegum hætti fyrir bágstadda á Haiti.
 

28. feb. 2014 : Aðalfundur 2014

Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn í húsnæði deildarinnar á Siglufirði fimmtudaginn 13. mars kl. 20.  Á dagskrá fundarins verða venjubundin Aðalfundastörf og önnur mál.

17. feb. 2014 : Skyndihjálparhópurinn æfir sig

Skyndihjálparhópur Rauða kross deilda á Norðurlandi fór um síðustu helgi í sína árlegu æfingaferð.  Hópurinn hefur frá upphafi komið saman á Narfastöðum í Reykjadal  einu sinni á ári og eru  þá rifjuð upp réttu handtökin, farið yfir búnað og settar upp æfingar af ýmsu tagi.  Á næstu vikum munu síðan nýjust meðlimir hópsins taka þátt í  „First-Respnder“ námskeiði á vegum Sjúkraflutningsskólans en flestir innan hópsins hafa þegar lokið slíku námskeiði.  
Hópnum er annars ætlað það hlutverk að vera til taks ef um stóra og alvarlega atburði er að ræða og er því mikilvægt að allir séu sem best undirbúnir.   Fyrir áhugasama þá er er þetta góð leið til að afla sér og viðhalda þekkingu í skyndihjálp en verkefnið er opið öllum.  Viðkomandi geta kynnt sér það frekar með því að setja sig í samband við Rauða krossinn í sinni heimabyggð eða með því að hafa samband á skrifstofu Rauða krossins við Eyjafjörð.
 

14. feb. 2014 : Söfnuðu fyriri vatnsbrunni í Afríku

Nemendur í Menntaskólanum á Akureyri unnu á dögunum að verkefni sem þau kölluðu „Áhrif mín á samfélagið.“ Þetta var eins og nafnið bendir til samfélagsverkefni þar sem nemendur skoðuðu hvernig hægt er, stundum með auðveldum hætti að bæta líf okkar og annarra í samfélaginu. Fjórir nemendur; Arney Líf Þórhallsdóttir, Anna Lilja Valdimarsdóttir, Guðfinna Rós Sigurbrandsdóttir og Þóra Katrín Erlendsdóttir, völdu Rauða kross verkefni sem snýr að vatnsbrunnum í Afríku.

24. jan. 2014 : Opnun Rauða kross búðar á Akureyri

Í dag var opnuð ný Rauða kross búð á Akureyri og var af því tilefni gestum og gangandi boðið að skoða verslunina og þyggja  veitingar.  
Undanfarna mánuði hefur verið unnið að endurbótum að húsnæðinu búðarinnar og  óhætt að  segja að aðgengi að henni og þeim fatnaði sem þar er seldur sé með besta móti.
Sigurður Ólafsson, formaður Rauða krossins við Eyjafjörð þakkaði  að þessu tilefni  öllum þeim sem unnið hafa að og stutt við endurbætur húsnæðisins. Hann þakkaði jafnframt almenningi fyrir þeirra stuðning sem fellst fyrst og fremst í þeim fatnaði sem Rauða krossinum er gefin og í þeim viðskiptum sem almenningur á við Rauða kross búðirnar.
Fatasöfnun er stærsta umhverfisverkefni Rauða krossins, því ekki er einungis um að ræða  frábæra endurvinnslu heldur leggur fólk félaginu lið með því að gefa fatnað og styrkir neyðaraðstoð bæði hér á landi og erlendis. 
Rauða kross búðin á Akureyri er staðsett í húsnæði Rauða krossins við Viðjulund 2 og verður hún fyrst um sinn opinn mánudaga til föstudaga kl. 13 – 17.  
 

24. jan. 2014 : Opnun Rauða kross búðar á Akureyri

Í dag var opnuð ný Rauða kross búð á Akureyri og var af því tilefni gestum og gangandi boðið að skoða verslunina og þyggja  veitingar.  
Undanfarna mánuði hefur verið unnið að endurbótum að húsnæðinu búðarinnar og  óhætt að  segja að aðgengi að henni og þeim fatnaði sem þar er seldur sé með besta móti.
Sigurður Ólafsson, formaður Rauða krossins við Eyjafjörð þakkaði  að þessu tilefni  öllum þeim sem unnið hafa að og stutt við endurbætur húsnæðisins. Hann þakkaði jafnframt almenningi fyrir þeirra stuðning sem fellst fyrst og fremst í þeim fatnaði sem Rauða krossinum er gefin og í þeim viðskiptum sem almenningur á við Rauða kross búðirnar.
Fatasöfnun er stærsta umhverfisverkefni Rauða krossins, því ekki er einungis um að ræða  frábæra endurvinnslu heldur leggur fólk félaginu lið með því að gefa fatnað og styrkir neyðaraðstoð bæði hér á landi og erlendis. 
Rauða kross búðin á Akureyri er staðsett í húsnæði Rauða krossins við Viðjulund 2 og verður hún fyrst um sinn opinn mánudaga til föstudaga kl. 13 – 17.  
 

20. nóv. 2013 : Jólaaðstoð 2013

29. okt. 2013 : Undirritun samnings um jólaaðstoð

Undirritaður hefur verið samningur um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu og eru það Hjálpræðisherinn á Akureyri, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Akuryeri og Rauða Krossinn við Eyjafjörð sem það gera. Þessi samtök unnu saman í fyrra og gafst það samstarf vel, þá var úthlutað 303 styrkjum í formi greiðslukorta sem hægt var að versla fyrir í ákveðnum verslunum. Jafnframt hefur verið sett af stað fjáröflun til að kosta þessa aðstoð og hefur fyrirtækjum verið send beini til að styðja við hana.

8. jún. 2013 : Nemendur í saumavali afhenda fatnað

Nemendur Síðuskóla sem  verið hafa í áfang sem kallast saumaval afhentu  á dögunum fatnað sem þau hafa saumað og prjónað  í vetur.      Þar voru buxur, treyjur, teppi  sokkar og húfur sem nýtt verða í ungbarnapakka sem Rauði krossinn sendir til Malaví og Hvíta-Rússlands.   Nemendurnir fá í upphafi  kynningu á verkefninu „Föt sem framlag „   og nýta sér það við að þjálfa upp færni í saumaskap og prjóni.  Þau fá einnig að velja sér efni og flíkur til að nota verkefnið og í áfanganum.   Þannig má segja að allir aðilar njóti góðs af  samstarfi. 

8. jún. 2013 : Nemendur í saumavali afhenda fatnað

Nemendur Síðuskóla sem  verið hafa í áfang sem kallast saumaval afhentu  á dögunum fatnað sem þau hafa saumað og prjónað  í vetur.      Þar voru buxur, treyjur, teppi  sokkar og húfur sem nýtt verða í ungbarnapakka sem Rauði krossinn sendir til Malaví og Hvíta-Rússlands.   Nemendurnir fá í upphafi  kynningu á verkefninu „Föt sem framlag „   og nýta sér það við að þjálfa upp færni í saumaskap og prjóni.  Þau fá einnig að velja sér efni og flíkur til að nota verkefnið og í áfanganum.   Þannig má segja að allir aðilar njóti góðs af  samstarfi. 

8. maí 2013 : Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð

Aðalfundur Rauða krossins í Eyjafirði verður haldinn í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju, Dalvík 22. maí 2013

Dagskrá:
1.         Setning fundar og skipan starfsmanna fundarins
2.         Greinargerð um starfsfyrirkomulag
3.         Starfsreglur nýrrar deildar lagðar fram til afgreiðslu
4.         Kosning formanns til tveggja ára
5.         Kosning fjögurra stjórnarmanna til tveggja ára og fjögurra til eins árs
6.         Kosning fjögurra varamanna til eins árs
7.         Kosning skoðunarmanns til eins árs
8.         Önnur mál

24. apr. 2013 : Börn og umhverfi - 2013

Námskeið fyrir börn fædd 2001 og eldri sem gæta yngri barna. Farið er í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu.

Staður:   Viðjulundur 2
Stund:    13., 14., 15. og 16. maí kl. 17–20 ( hópur I )
                27.. 28., 29. og 30. maí kl. 17–20 ( hópur II )
                3., 4., 5. og 6. júní kl. 17 – 20 ( hópur III )

 

Verð:   6.000,-
 

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 461 2374 og  [email protected]

Skráning

5. apr. 2013 : Framhaldsaðalfundur 18. apríl

Framhaldsaðalfundur Rauða krossins á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl n.k. kl. 20:00
Fyrir fundinum liggur tillaga um sameiningu Akureyrardeildar við  Rauðakrossdeildirnar á Siglufirði,  í Ólafsfirði og á Dalvík.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka afstöðu til tillögunnar.
Stjórnin

15. mar. 2013 : Skyndihjálparnámskeið ( 12 klst. )

Námskeið í almennri skyndihálp verður haldið í húsnæði Rauða krossins og hefst miðvikudaginn 8. apríl  n.k. 

Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.

Námskeiðsgjald er 9.000 kr. og innifalið er skírteini sem staðfestir þátttöku. Námskeiðin eru sjálfboðaliðum deildarinnar að kostnaðarlausu. Kennari er Jón G. Knutsen.

Staður: Viðjulundur 2

Stund: 8., 10., 15. og 17. apríl kl. 19:30 - 22:30

Verð: 9.000,-

Kennari: Jón G. Knutsen

Nánari upplýsingar og skráning í síma 461 2374 og á [email protected] 

Skráning:

Athugaðu að þetta er 12 klukkustunda almennt námskeið sem er venjulega metið til eininga í framhaldsskólum og í tengslum við starfsréttindi. Vinsamlega leitaðu staðfestingar hjá viðkomandi menntastofnun hvort námskeiðið sé tekið gilt áður en þú skráir þig.

15. mar. 2013 : Margir sækja skyndihjálparnámskeið

Fjölmargir hópar og vinnustaðir hafa undanfarið sótt námskeið í skyndihjálp til Rauða krossins og er það vel.   Mörg  fyrirtæki eru farin að huga vel að þessum þætti  og  bjóða sínu starfsfólki  upp á slík námskeið reglulega.
Flestir hafa einhven tíman lært skyndihjálp en hjá mjög mörgum er langt um liðið og  fólk farið að gleyma því sem það lærði.  Það getur því  verið gott að rifja upp kunnáttuna  og jafnvel læra nýjar aðferðir því hlutirnir breytast í þessu sem öðru.
Á döfinni er 12 klukkustunda námskeið fyrir almenning  þar sem farið er í flesta þætti skyndihjálpar  en slíkt námskeið hefur verið metið til einingar í framhaldsskólum landsins.  
Nánari upplýsingar  má fá á skrifstofu í 461 2374 og á [email protected]

28. feb. 2013 : Aðalfundur 14. mars

Aðalfundur Rauða krossins á Akureyri verður haldinn í húsnæði félagsins, Viðjulundi 2, fimmtudaginn  14. Mars kl. 20.
Á dagskrá eru venjubundin aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins.
Félagsmenn og almenningur eru hvattir til að mæta.

Stjórn Rauða krossins á Akureyri

13. feb. 2013 : Öskudagur á Akureyri 2013

11. feb. 2013 : Björguðu lífi í sláturhúsi

Þeir Grétar Guðmundsson og Steingrímur Stefánsson björguðu vinnufélaga sínum  Sigurði Samúelssyni þegar hann fór í hjartastopp.  Þeir tóku á móti viðurkenningu í tilefni af 112 deginum.

 

Sigurður var við vinnu sem verkstjóri í sauðfjársláturtíð á Húsavík 5. október 2012 þegar hann fór í hjartastopp og féll í gólfið. Grétar heyrði skyndilega öskur í vinnusalnum og gerði sér strax grein fyrir því að eitthvað var að gerast. Hann hleypur á vettvang og sér þá Sigurð liggjandi á gólfinu, og að hann er farinn að blána. Grétar byrjar strax endurlífgun með hjartahnoði ásamt vinnufélaga sínum Steingrími S. Stefánssyni. Á meðan á endurlífguninni stendur virðist Sigurður detta inn annað slagið.

 

Aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar vegna þrengsla og bleytu en þeir Grétar og Steingrímur héldu áfram að hnoða þar til hjálp bars frá lögreglu og sjúkraliði. Sigurði voru svo gefin tvö hjartastuð, og komst fljótlega í gang aftur. Grétar gekk svo í það að rýma til á vettvangi, færa til skrokka og biðja fólk að víkja, svo bera mætti Sigurð út af staðnum í sjúkrabílinn. Óhætt er að segja að þeir félagar björguðu lífi Sigurðar með viðbrögðum sínum.

16. jan. 2013 : Sund er afbragðs heilsurækt

Á síðasta fundi heimsóknavina var gestur fundarinns Elín Gísladóttir, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar.  Elín miðlaði ýmsum fróðleik um starfsem i sundlaugarinnar allt frá upphafi en þó fyrst og fremst um starfsemina eins og hún er í dag.   Sund er eins og flestir vita afbragðs heilsurækt hvort sem menn nýta sér það að synda, ganga eða gera æfingar í vatninu.  Fólk þarf hreint ekki að vera synnt til að nýta sér þjónustu sundlauga  því margir mæta einungis fyrir heitu pottana, gufuböðin og svo auðvitað félagsskapinn.  Fjölbreitt starf fer fram í sundlauginni; óléttusund (-leikfimi ), ungbarnasund, skólasund, sundæfingar og almenningssund fyrir fólk á öllum aldri.  „Þjónusta frá getnaði til grafar „ eins og einhver kallaði það.

12. jan. 2013 : Góð þátttaka á fjöldhjálparnámskeiði

Námskeið í fjöldahjálp var haldið  á Akureyri sl. laugardag með þátttöku rúmlega 30 sjálfboðaliða  frá Rauða krossinum á Akureyri, Húsavík Dalvík og Ólafsfirði.  Námskeiðinu var tvískipt á þann hátt að fyrir hádegi var almenn kynning á Neyðarvörnum Rauða krossins, hlutverki hans við skráningu og upplýsingargjöf. Einnig var æfð  opnun á fjöldahjálparstöð.   
Eftir hádegi var farið nánar yfir ábyrgð og skyldur fjöldahjálparstjóra í neyðarvörnum, farið fyrir skipulag almannavarna á Íslandi og fjallað um samskipti við fjölmiðla.  Þá tók við hópavinna þar sem skipulögð voru viðbrögð við vá, en námskeiðinu lauk síðan með almennum umræðum.    Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Jón Brynjar Birgisson og Guðný Björnsdóttir.
 

12. jan. 2013 : Góð þátttaka á fjöldhjálparnámskeiði

Námskeið í fjöldahjálp var haldið  á Akureyri sl. laugardag með þátttöku rúmlega 30 sjálfboðaliða  frá Rauða krossinum á Akureyri, Húsavík Dalvík og Ólafsfirði.  Námskeiðinu var tvískipt á þann hátt að fyrir hádegi var almenn kynning á Neyðarvörnum Rauða krossins, hlutverki hans við skráningu og upplýsingargjöf. Einnig var æfð  opnun á fjöldahjálparstöð.   
Eftir hádegi var farið nánar yfir ábyrgð og skyldur fjöldahjálparstjóra í neyðarvörnum, farið fyrir skipulag almannavarna á Íslandi og fjallað um samskipti við fjölmiðla.  Þá tók við hópavinna þar sem skipulögð voru viðbrögð við vá, en námskeiðinu lauk síðan með almennum umræðum.    Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Jón Brynjar Birgisson og Guðný Björnsdóttir.
 

2. jan. 2013 : Námskeið í fjöldahjálp

Laugardaginn 12. janúar verður haldið námskeið fyrir fjöldahjálparliða og fjöldahjálpastjóra.
Námskeiðið verður nú með nýju sniði og verður tvískipt.  Frá kl. 9 – 13 mun fræðslan snúast fyrst og fremst um starf í fjöldahjálparstöð  og um hlutverk þeirra sem vilja vera til aðstoðar.  Í seinni hlutanum frá kl. 13 – 17 verður farið enn frekar í hlutverk Rauða  krossins   og  hvernig við störfum í almannavarnarkefinu.
Námskeiðið ætlað þeim sem vilja vera til taks og aðstoða Rauða krossinn við hlutverk sitt í neyðarvörnum.
Námskeiðið verður haldið í húsnæði deildarinnar  12. janúar kl. 9 – 13 og 13 – 17  og er hægt að skrá sig á heimasíðu Rauða krossins og á [email protected]
 

21. des. 2012 : Gleðilega jólahátíð

Rauði krossinn sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.  Öllum sjálfboðaliðum og velunnurum eru  færðar þakkir fyrir samstafið á árinu.

21. des. 2012 : Íslensk Verðbréf styrkja jólaaðstoðina.

Íslensk verðbref   afhentu í dag  styrk til hjálparsamtaka  á Akureyri sem nú vinna saman að  því að aðstoða  einstaklinga og fjölskyldur fyrir komandi jól.     Aðstoðin nær til íbúa á svæðinu við Eyjafjörð  frá Siglufirði til Grenivíkur, að Hrísey og Grímsey meðtöldum og lítur út fyrir að hún nái til ríflega 300 heimila.
Íslensk verðbréf hafa í gegnum árin stutt við þetta starf  og eru þeim nú sem ætið þakkað fyrir þeirra framlag.

12. des. 2012 : Jólastund sjálfboðaliða - Vann Audi bifreið í kökukeppni

Á þessum tíma árs  er algengt að fólk og hópar sæki jólahlaðborð eða komi saman  til að njóta aðventunnar.   Sjálfboðaliðar deildarinnar hafa  undanfarna daga verið að hittast og halda sína jólastund  í nokkrum hópum, eftir verkefnum og viðfangsefnum.  
Heimsóknavinir sem hittast að öllu jöfnu einu sinni í mánuði ákváðu að efna til smákökusamkepni  innan hópsins og var því boðið upp á smákökur með kaffinu á þessum desember fundi.
Sigurvegari keppninnar tók sigrinum af mikilli hógværð og vildi sem minnst gera úr árangrinum, gekk jafnvel svo langt að sverja af sér kökurnar.  Engu að síður var viðkomandi leystur út með  forláta Audi Q7 bifreið  og auðvitað  titlinum sigurvegari „smákökukeppni Rauða krossins 2012“. Bifreiðin er afskaplega sparneytin og nett og rúmast vel í  vasa viðkomandi.
Heimsóknavinir  eru sjálfboðaliðar sem  fara í heimsóknir til fólks, oftast aldraðra eða sjúkra.  Þeir gefa  að jafnaði eina  klukkustund á viku í þetta  verkefni.  
 

6. des. 2012 : Rausnalegar gafir til hjálparstarfs

Í liðinni viku afhentu sjö stéttarfélög  styrk að upphæð 2.120.000,-  til Rauða krossins Mæðrastyrksnefndar Akureyrar,  Hjálpræðishersins og Hjálparstarfs kirkjunnar en þessir aðilar standa að aðstoð til einstaklinga og fjölskuyldna fyrir jólin. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi samtök taka höndum saman fyrir jólin og veita þeim aðstoð sem þurfa með þátttöku fyrirtækja og bæjarbúa á Akureyri og nágrenni.

Félögin sjö sem færðu nefndinni styrk eru Eining-Iðja, Byggiðn – Félag byggingamanna, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrennis, Sjómannafélag Eyjafjarðar, Sjómannafélag Ólafsfjarðar og Berg félag stjórnenda.

Þá afhenti einnig í vikunni Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA  samstarfsaðilum hjálparstarfsins  700 þúsund króna peningagjöf sem ætluð er til að létta undir með fólki sem þarfnast aðstoðar fyrir jólin.

KEA hefur til margra ára veitt fjármuni í hjálparstarf fyrir jólin og fagnar því samstarfi þessara aðila.

1. nóv. 2012 : " Amma mín á rörasjónvarp "

Í morgun kom hópur barna frá leikskólanum Pálmholti í heimsókn.  Þarna var á ferð hluti af elsta árgangi leikskólanns, börn af Huldulandi. Eins  og gefur að skilja  þá er  rætt um sjúkrabíla, Hjálpfús, Henry Dunant og ýmislegt sem tengist Rauða krossinum. Mest er þó líklega rætt um hluti  sem börnin hafa upplifað á sinni ævi og það er sko ýmislegt. Þau hafa séð sjúkrabíl, slökkvibíl, heilsugæslubíl með blikkandi ljósum og löggubíl bruna á fullu. Þau hafa líka  komið til Svíþjóðar, Frakklands, Spánar, Flórída og Reykjavíkur og upplifað meira en margur gæti haldið.  Í spjalli okkar í dag ræddum við m.a. um náttúruhamfarir eins og flóð og hvernig þá gæti þurft að bjarga tækjum eins og sjónvörpum sem ekki þola vatn.  Þá kommst ég að því að ein amma á „rörasjónvarp“  ( túbusjónvarp ) sem er sko 27 ára gamalt og gott ef allar gömlu fréttirnar og fréttamennirnir eru ekki í því ennþá.   Þau eru svo sannarlega fróðleiksfús og opin og fátt er skemmtilegra en að fá svona hópa í héimsókn.

29. okt. 2012 : Slys og veikindi barna forvarnir og skyndihjálp

Rauði krossinnn auglýsir námskeiðið Slys og veikindi barna forvarnir og skyndihjálp. Námseiðið verður haldið í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2, 14. og 20. nóvember kl. 19-22
Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl.
Námskeiðin geta gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.
Leiðbeinandi er Erla Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Námskeiðsgjald: 8.000 kr.
 

 

8. okt. 2012 : Göngum til góðs - Takk fyrir hjálpina.

Það var bjart og fallegt veður á laugardag þegar gengið var til góðs og létt yfir fólki.  Á annað hundrað sjálfboðaliðar tóku þátt í söfnunni  með því að ganga til góðs og náðist að ganga í stóran hluta gatna í þéttbýli á starfssvæði deildarinnar.   Söfnunarfólki eru hér með færðar bestu þakkir fyrir þeirra jákvæða og skemmtilega framlag til söfnunarinnar og almenningi sem tók hlýlega á móti þeim þakkir fyrir þeirra framlag.  Fyrirtækjum sem styrktu söfnuni með einum eða öðrum þætti eru einnig færðar bestu þakkir.
Á landsvísu  er talið að um 2400 sjálfboðaliðar hafi gengið til góðs og er áætlað að um 20 – 25 milljónir hafi safnast.
Þau sem ekki fengu heimsókn sjálfboðaliða með söfnunarbauk um helgina en vilja styðja börn í neyð geta enn stutt söfnunina um 1500 til 5000 krónur með því að hringja í söfnunarsímana 904 1500, 904 3000 eða 904 5000.
 

4. okt. 2012 : Göngum til góðs - Uppskrift að góðum degi

Í landssöfnuninni „göngum til góðs“ nú á laugardag getur fólk svo sannarlega gengið sér og öðrum til góðs.  Þetta er góð uppskrift að góðum degi.  Fólk kemur í söfnunarstöðina okkar í Viðjulundinum til að velja  sér götu til að ganga í.  Að göngunni lokinni er svo kjörið að setjast aðeins niður og fá sér hressingu áður en haldið er í sund því allir sjálfboðaliðar á okkar svæði fá frítt í sund.   Þetta getur ekki klikkað því hvað er betra en slaka á eftir góðan göngutúr  vitandi það að maður gerði bæði sér og öðrum gagn með þessum einfalda hætti.

4. sep. 2012 : Sjálfboðaliðar óskast - Laut

Nú eru sjálfboðaliðar sem sinnt hafa verkefni í Laut að taka til starfa enn eitt árið.  Þeir hafa allt frá stofnun Lautar séð um helgaropnun, þ.e. á laugardögum milli kl. 13 og 16.

Þeir skipta með sér vöktum tveir og tveir í senn eins oft og þeim hentar yfir vetrartímann.

Hlutverk sjálfboðaliða í þessu verkefni er fyrst og fremst viðvera, þ.e.a.s. að opna húsið, taka til kaffi og vera til staðar fyrir gesti.

Nú óskum við sérstaklega eftir sjálfboðaliðum í  þetta verkefni og er áhugasömum bent á að hafa samband við skrifstofu Rauða krossins í síma 461 2374 eða [email protected]

7. ágú. 2012 : Sumarið er tíminn

7. ágú. 2012 : Sumarið er tíminn

22. maí 2012 : Góðgerðarkaffi

22. feb. 2012 : Skemmtilegur Öskudagur á Akureyri

Öskudagur er alltaf einn af skemmtilegri dögum ársins hjá krökkum á Akureyri. Þá fara þau milli fyrirtækja og syngja fyrir viðstadda og þyggja að launum sælgæti eða annan varning sem viðkomandi bíður upp á.  Í ár fengum við margar góðar heimsóknir.  Það voru prinsessur, bófar og nornir.  Sjóræningjar, strumpar  og íþróttaálfar. Og svo auðvitað  ýmiskonar ofurhetjur.  Hér má sjá sýnishorn af þessum furðuverum

22. feb. 2012 : Skemmtilegur Öskudagur á Akureyri

Öskudagur er alltaf einn af skemmtilegri dögum ársins hjá krökkum á Akureyri. Þá fara þau milli fyrirtækja og syngja fyrir viðstadda og þyggja að launum sælgæti eða annan varning sem viðkomandi bíður upp á.  Í ár fengum við margar góðar heimsóknir.  Það voru prinsessur, bófar og nornir.  Sjóræningjar, strumpar  og íþróttaálfar. Og svo auðvitað  ýmiskonar ofurhetjur.  Hér má sjá sýnishorn af þessum furðuverum

12. feb. 2012 : Vettvangliðar æfa sig á 112 daginn

Félagar í skyndihjálparhópi deilda á Norðurlandi sem er nú í Vettvangsliðanámi ( First responder) við Sjúkrafluttningaskólann æfðu sig með Slökkviliði Akureyrar á 112 daginn og var það liður í undirbúningi fyrir próf sem þau munu taka í kjölfarið.
Þau æfðu björgun við að ná tveimur slösuðum einstaklingum út úr bílflaki  sem þeir voru fastir inni í og slökkviliðsmennirnir sýndu hvernig þeir fara að við að klippa bílinn utan af fólkinu.  Eftir að búið var að klippa hurðir og topp af bílnum var eftirleikurinn auðveldur skyndihjálparfólkinu og leystu þau verkefnið með stakri príði. Um er að ræða sjö manna hóp sem kemur víða að af  Norðurlandi og  eru þau kærkomin viðbót við vel þjálfaðan skyndihjálarhóp deildanna.