|
Stefán Jakobsson starfsmaður Akureyaradeildar Rauða kross Íslands tekur við framlaginu frá félögum í Hekluklúbbnum, þeim Björk Nóadóttur og Önnu Guðmundsdóttur. |
Konurnar í Hekluklúbbnum á Akureyri styrktu Rauða krossinn með 20 þúsund króna framlagi. Konurnar eru í hannyrðahópi sem hittist reglulega í félagsmiðstöð aldraðra í Víðilundi og hafa þær m.a. annars unnið að verkefni Rauða krossins sem nefnist föt sem framlag. Þær hafa útbúið fjöldan allan af teppum og barnafatnaði auk þess sem hluti af hópnum hefur aðstoðað við að flokka fötu í húsakynnum Rauða krossins.
 |
Úlfar Hauksson formaður Rauða kross Íslands færði afmælisbarninu kveðju Rauða krossins. |
Þann áttunda desember hélt Laut, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, upp á fimm ára starfsafmæli sitt. Boðið var til afmælisfagnaðar á Hótel KEA. Fjölmenni var í afmælinu og fólk kom víða að.
Eins og gjarnan er gert á slíkum tímamótum voru rifjaðar upp minningar frá þessum fyrstu árum, árangur í starfi og afmælisbarninu óskað áframhaldandi velfarnaðar.
Samhliða þessu var boðið upp á handverkssýningu í Laut, þar sem til sýnis voru ýmsir munir gerðir af gestum Lautarinnar.
 |
Systkynin Tryggvi og Stefanía með sparigrísinn Sólmund
|
Á heimili Tryggva og Stefaníu Johnsen býr heimilsvinurinn Sólmundur. Sólmundur þessi er hvorki hundur né köttur heldur feitur og pattaralegur sparigrís sem þau systkynin mata reglulega með sprifé.
 |
Úlfar Hauksson formaður Rauða kross Íslands færði afmælisbarninu kveðju Rauða krossins |
Þann 8. desember sl. fagnaði Laut - Athvarf á Akureyri 5 ára starfsafmæli sínu með því að bjóða til afmælisfagnaðar á Hótel KEA. Að auki var svokallað opið hús í Lautinni þennan dag en þar hafði verið sett upp sýning á ýmis konar handverki eftir gesti Lautarinnar.
 |
Jón Knutsen sýnir notkun alsjálfvirks hjartastuðtækis.
|
Laugardaginn 26. nóvember var haldinn hinn árlegi skyndihjálpardagur deilda á Norðurlandi í húsnæði Akureyrardeildar að Viðjulundi 2. Í upphafi var þessi fræðsla miðuð við leiðbeinendur Rauða krossins í skyndihjálp en nú og í fyrra var markhópurinn stækkaður og auk leiðbeinendanna var leikskólakennurum og dagmæðrum boðið að mæta.
Fyrirlesarar að þessu sinni voru Björn Gunnarsson læknir á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar sem fjallaði um ofbeldi gagnvart börnum, Guðný Bergvinsdóttir hjúkrunarfræðingur hélt fyrirlestur um aðskotahluti í hálsi og Jón Knutsen sjúkraflutningamaður og leiðbeinandi í skyndihjálp var með fyrirlestur um endurlífgun og sýnikennslu á hjartastuðtæki.
Auk þess voru verklegar æfingar í endurlífgun og lagðar voru fyrir þátttakendur tilfellasögur sem þurfti að leysa úr. Tuttugu manns sóttu fræðsluna og voru þátttakendur frá Öxarfirði í austri til Hofsóss í vestri.
 |
Jón Knutsen sýnir notkun alsjálfvirks hjartastuðtækis.
|
Laugardaginn 26. nóvember var haldinn hinn árlegi skyndihjálpardagur deilda á Norðurlandi í húsnæði Akureyrardeildar að Viðjulundi 2. Í upphafi var þessi fræðsla miðuð við leiðbeinendur Rauða krossins í skyndihjálp en nú og í fyrra var markhópurinn stækkaður og auk leiðbeinendanna var leikskólakennurum og dagmæðrum boðið að mæta.
Fyrirlesarar að þessu sinni voru Björn Gunnarsson læknir á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar sem fjallaði um ofbeldi gagnvart börnum, Guðný Bergvinsdóttir hjúkrunarfræðingur hélt fyrirlestur um aðskotahluti í hálsi og Jón Knutsen sjúkraflutningamaður og leiðbeinandi í skyndihjálp var með fyrirlestur um endurlífgun og sýnikennslu á hjartastuðtæki.
 |
Valdís Gunnlaugsdóttir og Gunnar Frímannsson saga niður efni í rammana. |
Miðvikudaginn 23. nóvember sl. komu sjálfboðaliðar saman í húsnæði Akureyrardeildar til
að innramma myndir ( batikmyndir ) sem fengnar voru frá Mosambík.
 |
Valdís Gunnlaugsdóttir og Gunnar Frímannsson saga myndaramma fyrir batikmyndir sem verða seldar til styrktar Rauða kross deildinni í Mapútó. |
Það má með sanni segja að það hafi verið magnaður miðvikudagur hjá Akureyrardeildinni miðvikudaginn í síðustu viku. Um klukkan fjögur fóru að tínast inn sjálfboðaliðar sem aðstoðuðu við að lesta fatagám með fötum sem safnast hafa hjá deildinni undanfarna tvo mánuði. Fylltur var heill 40 feta gámur og vel það.
Að því loknu var tekið til við innrömmun á batikmyndum sem borist höfðu frá Mósambik. Það var sagað niður efni í rammana, þeir negldir saman og myndirnar strekktar á, sannarlega mörg fagleg handtök þar. Deildir Rauða krossins á Norðurlandi eru einmitt í vinadeildarsamstarfi við Rauðakross deildina í Mapútó, höfuðborg Mósambík.
 |
Krakkar úr Ungliðahreyfingum Skagafjarðar- og Skagastrandadeilda skera saman afmæliskökuna. |
Á laugardag hélt URKÍ (Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands) upp á 20 ára afmæli sitt í Reykjavík. Ungmennadeildum á landsbyggðinni var boðið til veislunnar og/eða hvattar til að gera eitthvað í tilefni dagsins heima fyrir.
Ungmennadeild Skagafjarðardeildar Rauða krossins og nýstofnuð Ungmennadeild Skagastrandardeildar tóku sig saman og buðu til sameiginlegrar og veglegrar veislu í húsnæði Skagafjarðardeildar á Sauðárkróki milli kl.16 og 20.
Sjálfboðaliðarnir sem fóru út til Mósambik í fyrra mánuði sögðu frá ferð sinni í máli og myndum og lögð var fyrir fundinn viljayfirlýsing, sem svæðisfulltrúi undirritaði úti í Mósambik ásamt formanni Rauða kross deildarinnar í Mapútó. Í henni kemur fram tillaga að samskiptium og markmiðum sem deildirnar setja sér í náinni framtíð, ásamt næstu skrefum. Voru fundarmenn samþykkir henni og til viðbótar settu menn sér þau markmið að fjölga virkum sjálfboðaliðum um 2-4 hjá hverri deild á norðurlandi næsta árið, en deildin í Mapútó er með það markmið að fjölga virkum sjálfboðaliðum hjá sér úr 500 í 700.
Stöðvarfjarðardeild hélt upprifjunarnámskeið í skyndihjálp fyrir starfsfólk grunnskóla, leikskóla og heimaþjónustu á Stöðvarfirði þann 5. apríl. Námskeiðið var haldið í Grunnskólanum á Stöðvarfirði og var þátttaka mjög góð. Leiðbeinandi var Óskar Þór Guðmundsson lögreglumaður á Fáskrúðsfirði.
Flugslysaæfinguna á Akureyri verður 28. maí. Vinnuhópur um vinadeildasamstarf vinnur að undirbúningi ferðar sjálfboðaliða til Mosambik þann 11. mars. Nú líður að aðalfundartíma deilda og er ársskýrsla og reikningsform að dett inn í tölvur formanna þessa dagana. Nýtt form er á ársskýrslunni sem ætti að auðvelda og flýta fyrir vinnslu hennar. Aðalfundur Rauða kross Íslands verður haldinn 20. og 21. maí og formannafundur 2. apríl. Fjöldahjálparstjórnarnámskeið verður haldið á Akureyri í húsnæði deildarinnar að Viðjulundi 2, dagana 25. og 26. febrúar.